Innlent

Landeigendur ósáttir við kröfu stjórnvalda

Formaður Landsamtaka landeigenda lýsir yfir vonbrigðum með vinnubrögð fjármálaráðherra sem hann segir úr takti v ið fyrri yfirlýsingar hans í þjóðlendumálum. Nýjustu kröfur ríkissins séu ekki í samræmi við þær.

Nýlega setti ríkið fram þjóðlendukröfur sýnar á svokölluðu svæði 7 sem nær frá Fnjóská að Blöndu. Á kortinu sem er hér til er svæði 7 afmarkað með gulu en kröfur ríkissins með rauðum lit.

Landssamband landeigenda sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag þar sem kröfur ríkissins og vinnubrögð eru gagnrýnd. Segir í henni að með þeim ætli ríkisvaldið enn einu sinni að vaða freklega inn á þinglýstar landareignir sveitarfélaga og einstaklinga og hirða þær af lögmætum eigendum sínum. Það sé þvert á fyrri yfirlýsingar fjármálaráðherra sem boðaði breytt viðhorf stjórnvalda.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×