Innlent

Banaslys i Hafnarfirði

Karlmaður á sjötugsaldri lést þegar bíll, sem hann var að gera við féll á hann í Hafnarfirði um hálftvö í dag. Að sögn lögreglu komu tvö vitni að manninum. Þegar lögregla kom á vettvang höfðu þau lyft bílnum upp og náð manninum undan. Tildrög slyssins eru ókunn en málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×