Innlent

Betancourt ekki látin laus

Kólombísku FARC skæruliðarnir ætla ekki að sleppa stjórnmálakonunni Ingrid Betancourt fyrr en samið hefur verið um lausn skæruliða félaga þeirra sem eru í kólombískum fangelsum. Þetta sagði formælandi þeirra í sjónvarpsávarpi í dag. Þetta er enn eitt bakslagið fyrir þá sem barist hafa fyrir lausn hennar undanfarin ár.

Betancourt hefur verið í haldi Farc síðan hún bauð sig fram til forseta í landinu árið 2002. Hún hefur tvískipt franskst og kólombískt ríkisfang en forseti Frakklands, Nicolas sarkozy hefur ítrekað kallað eftir lausn hennar og annara gísla í haldi FARC.

Talið er að Betancourt sé alvarlega veik en hópur franskra lækna kom til Kólombíu í dag í von um að fá leyfi til þess að hlynna að henni. Ekki er enn ljóst hvort FARC muni gefa leyfi fyrir því.



"Only as a result of a prisoner exchange will the people

held captive in our camps be let free," a statement from FARC

leader Rodrigo Granda said. "It is not acceptable that they ask

us for more peace gestures after so many examples of our

political good will."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×