Lífið

Bloggari dæmdur fyrir meiðyrði í Héraðsdómi

Gaukur Úlfarsson
Gaukur Úlfarsson

„Ég er mjög ánægður og það er mjög gott að vita hvar mörkin liggja," segir Ómar R. Valdimarsson sem vann meiðyrðarmál gegn sjónvarpsmanninum Gauki Úlfarssyni í héraðsdómi í dag. Fallist var á allar kröfur Ómars og ummæli sem Gaukur hafði uppi á blogginu sínu dæmd dauð og ómerk, að undanskildum einum ummælum.

Gaukur skrifaði færslu á bloggsíðu sína undir fyrirsögninni "Aðal Rasisti Bloggheima" þar sem hann talaði um Ómar og störf hans fyrir Impregilo, en Ómar var talsmaður verktakafyrirtækisins.

Gaukur þarf að greiða Ómari 300 þúsund krónur í skaðabætur en dómurinn féllst ekki á að ein ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk. Þau tengdust því að Ómar hefði skapað sér atvinnu með því að vinna fyrir alþjóðleg glæpagengi. Dómurinn komst að því að þau ummæli væru ekki meiðandi fyrir Ómar sjálfan.

„Fólk hefur farið offari í bloggheimum og það er löngu kominn tími til þess að skýrt verði með eðlilegum hætti hvað sé í lagi og hvað ekki," segir Ómar en um fleiri en eina bloggfærslu var að ræða.

„Það virðist vera að fólk haldi að aðrar reglur um tjáningarfrelsi og þá ábyrgði sem því fylgir gildi á netinu. Þessi dómur staðfestir hinsvegar að svo er ekki og fólk er alveg jafn ábyrgt gjörða sinna þar og annarsstaðar," segir Ómar.

Eftir því sem Vísir kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem dómur í svona máli fellur í Héraðsdómi. „Honum er síðan gert að fjarlægja færsluna sem er nýmæli."

Færslu Gauks má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.