Lífið

Draumur margra kvenna varð að veruleika

Andrés Jónsson upplýsingafulltrúi segir að tískuráðgjafarnir hafi vakið athygli á meðal erlendra blaðamanna.
Andrés Jónsson upplýsingafulltrúi segir að tískuráðgjafarnir hafi vakið athygli á meðal erlendra blaðamanna.

„Ég held að það hafi verið draumur margra kvenna að vera „personal shopper" en enginn hafi látið sér detta í hug að gera þetta," segir Andrés Jónsson lífskúnstner og upplýsingafulltrúi Iceland Express. Þegar gjaldeyriskreppan skall á ákvað Iceland Express að markaðssetja Reykjavík sem verslunarborg. Því fylgir að ferðamönnum er boðin leiðsögn um verslanir í Reykjavík með tískuráðgjafa

Andrés segir að þetta fyrirkomulag sé vel þekkt erlendis. Þegar kreppan hafi skollið á af fullum þunga hafi Iceland Express sett sig í samband við sex stelpur sem vita viti sínu um íslenska tísku. Tískuráðgjafinn fylgir ferðamanninum um helstu verslunarmiðstöðvar og verslunargötur Reykjavíkur í fimm til sex klukkustundir og ferðamaðurinn greiðir 75 bresk pund fyrir viðvikið.

Andrés segir að þessi þjónusta hafi vakið mikla athygli þeirra sem koma hingað til lands. Hann þekki til dæmis til nokkra erlendra blaðamenn sem hafa sýnt þessu áhuga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.