Enski boltinn

WBA borgaði upp samning Hartson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Hartson í leik með WBA í febrúar síðastliðnum.
John Hartson í leik með WBA í febrúar síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images

Enska B-deildarliðinu West Brom var svo mikið í mun að losa sig við John Hartson að félagið borgaði upp þá sex mánuði sem hann átti eftir af samningi sínum.

Hartson er því án félags en hann kom til WBA frá Celtic árið 2006. Honum hefur gengið illa að festa sig í sessi hjá WBA og var til að mynda lánaður nýlega til Norwich þar sem honum gekk lítið betur.

Alls skoraði hann sex mörk í 24 leikjum með WBA, þar af tvö í hans fyrsta leik með félaginu. Hann var síðast í byrjunarliði félagsins fyrir tæpu ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×