Enski boltinn

Sigurmark Leicester kom í lokin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hayles í baráttunni í kvöld.
Hayles í baráttunni í kvöld.

Barry Hayles tryggði Leicester mikilvægan sigur á Crystal Palace í ensku 1. deildinni í kvöld. Leikurinn endaði 1-0 og kom eina markið undir lok leiksins.

Þetta eru mikilvæg stig fyrir Leicester sem hefur gengið illa á tímabilinu en er nú komið sjö stigum frá fallsæti. Crystal Palace berst í toppbaráttunni og er í sjötta sæti deildarinnar.

Þetta var fyrsti tapleikur Crystal Palace síðan 29. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×