Magnús Geir tekur við Borgarleikhúsinu 25. janúar 2008 13:06 Magnús Geir Þórðarson kveður Akureyri með söknuði en hlakkar til að takast á við nýtt starf sem Borgarleikhússtjóri. Stjórn Borgarleikhússins ákvað á fundi í morgun að ráða Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, í stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í stað Guðjóns Pedersen sem lætur af störfum eftir átta ára valdatíð næsta haust. Magnús Geir staðfesti ráðninguna í samtali við Vísi rétt áðan og sagðist þakklátur fyrir traustið sem honum væri sýnt. „Ég hlakka til að ráðast í þetta verkefni. Ég geri mér grein fyrir að þessari stöðu fylgir mikil ábyrgð," segir Magnús Geir. Og þótt hann taki ekki formlega við stöðu leikhússtjóra fyrr en 1. ágúst næstkomandi þegar nýtt leikár hefst þá hefur hann störf hjá Borgarleikhúsinu fljótlega. „Ég mun rólega kynnast fólkinu og leikhúsinu og skoða þann stóra bunka af verkefnum sem er á borðinu mínu. Það er ekkert verkefni klárt fyrir næsta ár en fullt af spennandi hugmyndum í gangi," segir Magnús Geir. Tekið hefur verið eftir frábærum árangri hans með Leikfélag Akureyrar undanfarin fjögur ár og hann segist gera sér grein fyrir því að velgengnin á Akureyri muni auka pressuna á hann í Borgarleikhúsinu. „Væntingarnar aukast með góðu gengi en við höfum glímt við það á Akureyri. Það er því ekkert sem ég kannast ekki við. Ég ætla að leggja mig fram við að búa til gott og metnaðarfullt leikhús sem borgarbúar geta verið stoltir af," segir Magnús Geir. Aðspurður um tímann á Akureyri segir Magnús Geir að hann hafi sótt um stöðu Borgarleikhússtjóra með blendnum tilfinningum. „Tíminn á Akureyri hefur verið ævintýri líkastur og ég hef notið þess að vinna með frábæru fólki. Ég hef hins vegar verið þar í fjögur ár og fannst því eðlilegt skref að breyta til. Akureyrartíminn verðu4 hins vegar góður tími í minningunni." Leikfélag Akureyrar situr nú uppi leikhússtjóralaust en Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður stjórnar, sagði í samtali við Vísi að strax yrði gengið í það að finna arftaka Magnúsar Geirs. „Það er slæmt að missa jafnmikilvægan mann og Magnús Geir en starfið verður auglýst á næstu dögum. Nýr leikhússtjóri mun taka við afskaplega góðu búi. Reksturinn og afkoman hefur aldrei verið betri svo og orðsporið og ímyndin og það er ljóst að sömu stefnu og verið hefur verður fylgt á næstu árum sem byggist á því að sópa fólki í leikhúsin." Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Stjórn Borgarleikhússins ákvað á fundi í morgun að ráða Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, í stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í stað Guðjóns Pedersen sem lætur af störfum eftir átta ára valdatíð næsta haust. Magnús Geir staðfesti ráðninguna í samtali við Vísi rétt áðan og sagðist þakklátur fyrir traustið sem honum væri sýnt. „Ég hlakka til að ráðast í þetta verkefni. Ég geri mér grein fyrir að þessari stöðu fylgir mikil ábyrgð," segir Magnús Geir. Og þótt hann taki ekki formlega við stöðu leikhússtjóra fyrr en 1. ágúst næstkomandi þegar nýtt leikár hefst þá hefur hann störf hjá Borgarleikhúsinu fljótlega. „Ég mun rólega kynnast fólkinu og leikhúsinu og skoða þann stóra bunka af verkefnum sem er á borðinu mínu. Það er ekkert verkefni klárt fyrir næsta ár en fullt af spennandi hugmyndum í gangi," segir Magnús Geir. Tekið hefur verið eftir frábærum árangri hans með Leikfélag Akureyrar undanfarin fjögur ár og hann segist gera sér grein fyrir því að velgengnin á Akureyri muni auka pressuna á hann í Borgarleikhúsinu. „Væntingarnar aukast með góðu gengi en við höfum glímt við það á Akureyri. Það er því ekkert sem ég kannast ekki við. Ég ætla að leggja mig fram við að búa til gott og metnaðarfullt leikhús sem borgarbúar geta verið stoltir af," segir Magnús Geir. Aðspurður um tímann á Akureyri segir Magnús Geir að hann hafi sótt um stöðu Borgarleikhússtjóra með blendnum tilfinningum. „Tíminn á Akureyri hefur verið ævintýri líkastur og ég hef notið þess að vinna með frábæru fólki. Ég hef hins vegar verið þar í fjögur ár og fannst því eðlilegt skref að breyta til. Akureyrartíminn verðu4 hins vegar góður tími í minningunni." Leikfélag Akureyrar situr nú uppi leikhússtjóralaust en Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður stjórnar, sagði í samtali við Vísi að strax yrði gengið í það að finna arftaka Magnúsar Geirs. „Það er slæmt að missa jafnmikilvægan mann og Magnús Geir en starfið verður auglýst á næstu dögum. Nýr leikhússtjóri mun taka við afskaplega góðu búi. Reksturinn og afkoman hefur aldrei verið betri svo og orðsporið og ímyndin og það er ljóst að sömu stefnu og verið hefur verður fylgt á næstu árum sem byggist á því að sópa fólki í leikhúsin."
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira