Magnús Geir tekur við Borgarleikhúsinu 25. janúar 2008 13:06 Magnús Geir Þórðarson kveður Akureyri með söknuði en hlakkar til að takast á við nýtt starf sem Borgarleikhússtjóri. Stjórn Borgarleikhússins ákvað á fundi í morgun að ráða Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, í stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í stað Guðjóns Pedersen sem lætur af störfum eftir átta ára valdatíð næsta haust. Magnús Geir staðfesti ráðninguna í samtali við Vísi rétt áðan og sagðist þakklátur fyrir traustið sem honum væri sýnt. „Ég hlakka til að ráðast í þetta verkefni. Ég geri mér grein fyrir að þessari stöðu fylgir mikil ábyrgð," segir Magnús Geir. Og þótt hann taki ekki formlega við stöðu leikhússtjóra fyrr en 1. ágúst næstkomandi þegar nýtt leikár hefst þá hefur hann störf hjá Borgarleikhúsinu fljótlega. „Ég mun rólega kynnast fólkinu og leikhúsinu og skoða þann stóra bunka af verkefnum sem er á borðinu mínu. Það er ekkert verkefni klárt fyrir næsta ár en fullt af spennandi hugmyndum í gangi," segir Magnús Geir. Tekið hefur verið eftir frábærum árangri hans með Leikfélag Akureyrar undanfarin fjögur ár og hann segist gera sér grein fyrir því að velgengnin á Akureyri muni auka pressuna á hann í Borgarleikhúsinu. „Væntingarnar aukast með góðu gengi en við höfum glímt við það á Akureyri. Það er því ekkert sem ég kannast ekki við. Ég ætla að leggja mig fram við að búa til gott og metnaðarfullt leikhús sem borgarbúar geta verið stoltir af," segir Magnús Geir. Aðspurður um tímann á Akureyri segir Magnús Geir að hann hafi sótt um stöðu Borgarleikhússtjóra með blendnum tilfinningum. „Tíminn á Akureyri hefur verið ævintýri líkastur og ég hef notið þess að vinna með frábæru fólki. Ég hef hins vegar verið þar í fjögur ár og fannst því eðlilegt skref að breyta til. Akureyrartíminn verðu4 hins vegar góður tími í minningunni." Leikfélag Akureyrar situr nú uppi leikhússtjóralaust en Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður stjórnar, sagði í samtali við Vísi að strax yrði gengið í það að finna arftaka Magnúsar Geirs. „Það er slæmt að missa jafnmikilvægan mann og Magnús Geir en starfið verður auglýst á næstu dögum. Nýr leikhússtjóri mun taka við afskaplega góðu búi. Reksturinn og afkoman hefur aldrei verið betri svo og orðsporið og ímyndin og það er ljóst að sömu stefnu og verið hefur verður fylgt á næstu árum sem byggist á því að sópa fólki í leikhúsin." Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Stjórn Borgarleikhússins ákvað á fundi í morgun að ráða Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, í stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í stað Guðjóns Pedersen sem lætur af störfum eftir átta ára valdatíð næsta haust. Magnús Geir staðfesti ráðninguna í samtali við Vísi rétt áðan og sagðist þakklátur fyrir traustið sem honum væri sýnt. „Ég hlakka til að ráðast í þetta verkefni. Ég geri mér grein fyrir að þessari stöðu fylgir mikil ábyrgð," segir Magnús Geir. Og þótt hann taki ekki formlega við stöðu leikhússtjóra fyrr en 1. ágúst næstkomandi þegar nýtt leikár hefst þá hefur hann störf hjá Borgarleikhúsinu fljótlega. „Ég mun rólega kynnast fólkinu og leikhúsinu og skoða þann stóra bunka af verkefnum sem er á borðinu mínu. Það er ekkert verkefni klárt fyrir næsta ár en fullt af spennandi hugmyndum í gangi," segir Magnús Geir. Tekið hefur verið eftir frábærum árangri hans með Leikfélag Akureyrar undanfarin fjögur ár og hann segist gera sér grein fyrir því að velgengnin á Akureyri muni auka pressuna á hann í Borgarleikhúsinu. „Væntingarnar aukast með góðu gengi en við höfum glímt við það á Akureyri. Það er því ekkert sem ég kannast ekki við. Ég ætla að leggja mig fram við að búa til gott og metnaðarfullt leikhús sem borgarbúar geta verið stoltir af," segir Magnús Geir. Aðspurður um tímann á Akureyri segir Magnús Geir að hann hafi sótt um stöðu Borgarleikhússtjóra með blendnum tilfinningum. „Tíminn á Akureyri hefur verið ævintýri líkastur og ég hef notið þess að vinna með frábæru fólki. Ég hef hins vegar verið þar í fjögur ár og fannst því eðlilegt skref að breyta til. Akureyrartíminn verðu4 hins vegar góður tími í minningunni." Leikfélag Akureyrar situr nú uppi leikhússtjóralaust en Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður stjórnar, sagði í samtali við Vísi að strax yrði gengið í það að finna arftaka Magnúsar Geirs. „Það er slæmt að missa jafnmikilvægan mann og Magnús Geir en starfið verður auglýst á næstu dögum. Nýr leikhússtjóri mun taka við afskaplega góðu búi. Reksturinn og afkoman hefur aldrei verið betri svo og orðsporið og ímyndin og það er ljóst að sömu stefnu og verið hefur verður fylgt á næstu árum sem byggist á því að sópa fólki í leikhúsin."
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira