Innlent

Tvennt á sjúkrahús í Jórufellinu

Fjórum manneskjum var bjargað út um gluggann á íbúð sinni í Jórufellinu í dag.
Fjórum manneskjum var bjargað út um gluggann á íbúð sinni í Jórufellinu í dag.

Búið er að reyklosa stigaganginn í Jórufelli 4 þar sem eldur kom upp í dag. Fjórum manneskjum var bjargað úr íbúð sinni með körfubíl og fóru tvær þeirra á sjúkrahús.

Talið er að kveikt hafi verið í geymslu í húsinu og mikill reykur myndaðist í stigaganginum. Ekki er vitað um meiðsli þeirra sem fluttir voru á sjúkrahús.

Vísir mun flytja frekari fréttir af málinu seinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×