Enski boltinn

Ekki staðfest að Íslendingar ætli að kaupa Southampton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Heimavöllur Southampton.
Heimavöllur Southampton.

Enginn fæst til að staðfesta fréttir enskra fjölmiðla í morgun þess efnis að íslenskir fjárfestar séu að reyna að kaupa enska 1. deildarliðið Southampton fyrir sex milljarða króna.

Upplýsingafulltrúi Southampton sagði við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að hann hafi heyrt af fréttunum en vildi hvorki staðfesta þær né vísa þeim til föðurhúsana.

Í íslenska bankakerfinu kannast enginn við að íslenskir fjárfestar séu að kaupa Southampton og blaðamaður Daily Echo í Southampton tók í sama streng.

Southampton er til sölu en félagið glímir við mikla fjárhagserfiðleika. Stjórnarformaður Southampton hefur vísað því á bug að Íraninn Kia Joorabchian væri að kaupa félagið en hann reyndi að kaupa West Ham á sínum tíma. Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson höfðu betur í því kapphlaupi.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×