Enski boltinn

Derby vill fá Thomas Sörensen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thomas Sörensen, markvörður Aston Villa.
Thomas Sörensen, markvörður Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images

Botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, Derby, mun vera að undirbúa tilboð í danska landsliðsmarkvörðinn Thomas Sörensen, upp á hálfa milljón punda.

Sörensen hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Martin O'Neill, stjóra Aston Villa, og er þriðji kostur í byrjunarliðið eins og stendur, á eftir Scott Carson og Stuart Taylor.

Aðalmarkvörður Derby, Stephen Bywater, hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu og hefur táningurinn Lewis Price staðið á milli stanganna í síðustu leikjum liðsins.

Paul Jewell mun hins vegar hafa áhuga á að styrkja þessa stöðu hjá liðinu enda á liðið í mikilli fallbaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×