Enski boltinn

Skilur ekki vinnubrögð Tottenham

Tottenham er með einkennilega forgangsröðun í leikmannakaupum
Tottenham er með einkennilega forgangsröðun í leikmannakaupum NordicPhotos/GettyImages

Franski bakvörðurinn Pascal Chimbonda hjá Tottenham segist furða sig mjög á vinnurbrögðum forráðamanna félagsins sem eru búnir að kaupa hægribakvörð í janúarglugganum og fengu neitun frá öðrum til.

Chimbonda er að upplagi hægribakvörður sjálfur og hefur haldið þeirri stöðu lengi hjá félaginu. Tottenham keypti á dögunum Chris Gunter, landsliðsmann Wales, og þá var tilboði félagsins í Alan Hutton hjá Rangers hafnað.

Þetta finnst Chimbonda furðulegt og óttaðist hann um framtíð sína hjá félaginu í kjölfarið. Þegar hann spurði fékk hann þau svör að hann væri allt eins hugsaður sem miðvörður í hópnum, sem er staða sem hann hefur leyst í hallæri í miðri vörn úrvalsdeildarliðsins.

"Ég hló bara þegar ég heyrði þetta. Ég get spilað miðvörð til að hjálpa liðinu tímabundið, en ég er bakvörður en ekki miðvörður. Ég skil ekkert í því af hverju félagið er að bjóða í tvo hægri bakverði til viðbótar," sagði Chimbonda gáttaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×