Innlent

Líkamsárás á skemmtistað í Reykjanesbæ

Einn maður var handtekinn í nótt grunaður um líkamsárás á skemmtistað í Reykjanesbæ. Sá sem fyrir árásinni varð fékk skurð á höfuð. Árásarmaðurinn var talsvert ölvaður og reyndist því ekki unnt að taka af honum skýrslu í nótt.

Karlmaður var handtekinn á Suðurnesjum í nótt eftir að hann ógnaði öðrum manni með hnífi. Maðurinn reyndist nokkuð ölvaður en hann er einnig grunaður um að hafa sprengt skoteldatertu mjög nálægt fjölbýlishúsi þannig að eldglæringar stóðu úr tertunni og á húsið.

Lögreglan á Suðurnesjum handtók síðan í nótt tvo karlmenn eftir að bifreið þeirra lenti á grindverki við bensínstöð í Reykjanesbæ. Mennirnir voru báðir ölvaðir og náðist annar þeirra á göngu skammt frá bensínstöðinni þegar hann reyndi að komast undan laganna vörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×