Innlent

Borgarstjóri: Veggjakrot vaxandi vandamál

Eignaspjöll vegna veggjakrots hafa þrefaldast í borginni á undanförnum árum að sögn borgarstjóra. Hann segir um verulegt vandamál að ræða. Borgaryfirvöld vinna nú í samstarfi við lögregluna að tillögum til að sporna við þessari þróun.

Tveir unglingspiltar ollu verulegum eignaspjöllum með veggjakroti í miðbæ Reykjavíkur í vikunni. Talið er að tjónið vegna þessa hlaupi á milljónum króna. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar en báðir piltarnir hafa játað brot sitt.

Borgarstjóri segir veggjakrot vera vaxandi vandamál í borginni.

Borgaryfirvöld vinna nú í samstarfi við lögregluna að tillögum til að sporna við þessari þróun og gerir borgarstjóri ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki innan fárra vikna.

argir vilja meina að með því að loka á sölu úðabrúsa - sem vinsælir eru meðal veggjakrotara - megi koma í veg fyrir slík skemmdarverk. Þannig mætti lögreglan í verslunina Exodus við Hverfisgötu í gær en verslunin er einn helsti sölustaður umræddra úðabrúsa.

Óskaði lögreglan þess að eigandi verslunarinnar hætti að selja brúsana. Eigandinn vildi þó ekki fallast á þá beiðni og benti á að brúsarnir væru í langflestum tilvikum notaðir í listrænum tilgangi en ekki til skemmdarverka.

Borgarstjóri segist hins vegar ekki hafa trú á því að með því að banna sölu úðabrúsa megi koma í veg fyrir veggjakrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×