Enski boltinn

Andy Johnson er leikmaður 21. umferðar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Andy Johnson.
Andy Johnson.

Andy Johnson hefur átt við meiðsli að stríða á leiktíðinni en hann sýndi allar sínar bestu hliðar á Nýársdag. Hann skoraði fyrra markið og lagði það síðara upp þegar Everton vann Middlesbrough 2-0.

Smelltu hér til að sjá myndband af leikmanni 21. umferðar - Andy Johnson.

Þegar Johnson var yngri var honum sagt að hann væri of smávaxinn til að verða sóknarmaður í fremstu röð. Auk þess var hann að glíma við hvítblæði sem gerði honum enn erfiðara fyrir.

Hann hóf feril sinn sem Birmingham þar sem hann hafði fremur hljótt um sig. Crystal Palace fékk hann til sín en þau kaup vöktu litla athygli. Hinsvegar reyndist Johnson happafengur fyrir Palace og varð fljótt uppáhald stuðningsmanna liðsins.

Árið 2005 var hann kosinn af stuðningsmönnum í úrvalslið allra tíma hjá félaginu. Var hann eini þáverandi leikmaður liðsins sem komst í þann úrvalshóp.

Það ár féll Crystal Palace úr úrvalsdeildinni en þrátt fyrir mikinn áhuga margra liða ákvað Johnson að vera áfram hjá félaginu og reyna að hjálpa því að komast aftur upp.

Crystal Palace mistókst ætlunarverk sitt og Everton ákvað að borga háar fjárhæðir fyrir þjónustu Andy Johnson. Hann skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið en það var gegn Watford. Fagnaði hann markinu fyrir framan stuðningsmenn mótherjana. Sagðist hann hafa gert það til að borga fyrir að Watford lagði Palace í umspili 1. deildarinnar tímabilið á undan.

Andy Johnson á átta A-landsleiki að baki fyrir England. Í nóvember skrifaði hann undir nýjan fimm ára samning við Everton.

Fullt nafn: Andrew Johnson.

Fæddur: 10. febrúar 1981 í Bedford, Englandi.

Félög: Birmingham, Crystal Palace og Everton.

Númer: 8




Fleiri fréttir

Sjá meira


×