Innlent

H.R.F.Í. orðið bitbein hundaræktenda

Jóna Th. Viðarsdóttir er formaður Hundaræktarfélags Íslands.
Jóna Th. Viðarsdóttir er formaður Hundaræktarfélags Íslands.
Deilur virðast í uppsiglingu meðal hundaræktenda um réttinn til þess að nota skammstöfunina H.R.F.Í. Hundaræktarfélag Íslands var stofnað árið 1969 og hefur starfað undir þessum merkjum síðan þá. Félagið heldur meðal annars úti vefsíðu sinni á slóðinni www.hrfi.is.

Þó virðast ekki allir vera sammála um eignarrétt Hundaræktarfélagsins á þessari skammstöfun því að á vefsíðu hundaræktunarfélagsins Íshundar er tilkynnt að félagið byrji „árið 2008 með því að upplýsa að í all nokkrun tíma hefur Hundaræktunarfélagið Íshundar átt og haft einkaleyfi fyrir félagsmerkinu H.R.F.Í. Félagamerkið er skráð hjá Einkaleyfastofunni."

Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, hafði ekki heyrt af þessari tilkynningu Íshunda þegar Vísir hafði samband við hana. „Sé þetta félag að nota þessa skammstöfun er það blekkingarleikur og ekkert annað, " sagði Jóna í samtali við Vísi.

Ekki náðist í Ástu Sigurðardóttur hjá Íshundum við vinnslu þessarar fréttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×