Baltasar kallar eftir kvikmyndaþorpi í Reykjavík Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 4. janúar 2008 15:49 Baltasar Kormákur MYND/Frétt Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri," segir Baltasar, en það var ein hugmynda sem kom fram í verkefninu Kvikmyndaborgin Reykjavík. „Ég hef lýst yfir áhuga á því að vera leiðandi aðili í verkefninu en vil fá sem flesta sem starfa í geiranum til þess að koma að þessu," segir Baltasar. Málið var eitt þess sem rætt var á óformlegum hádegisverðarfundi Baltasars og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra skömmu fyrir áramót. Með þeim á fundinum voru leikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth, en það var einmitt sá síðarnefndi sem sagði frá hugmyndum Baltasars í viðtali við Ragnhildi Magnúsdóttur á Bylgjunni fyrr í dag. Þeir eru mjög hrifinir af hugmyndinni og hafa báðir lýst yfir áhuga á að nýta sér aðstöðuna. Dagur sagði í samtali við Vísi að málið hafi verið í skoðun í nokkurn tíma sem hluti af Kvikmyndaborginni Reykjavík. Hann á von á því að á næstu vikum verði tilkynntar næstu aðgerðir í því verkefni. Þær séu meðal annars um að eflingu kvikmyndahátíðarinnar og það að koma á fót stofnun sem kvikmyndaframleiðendur gætu leitað til varðandi þau atriði sem koma upp við framleiðslu og tökur bíómynda, svo sem ef loka þarf götum eða þvílíku. Kvikmyndaverið er fyrst og fremst hugsað fyrir innlendan markað en Baltasar segir það þó vel inn í myndinni að það geti laðað að sér erlenda framleiðendur. Í tengslum við erlendar kvikmyndir komi hingað mikið af hæfu fólki sem myndi með tilkomu kvikmyndaþorps starfa nánar með íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Myndi kvikmyndaþorpið þannig hjálpa til að styrkja tengsl þar á milli. „Aðallega er þetta gert til að þessi bransi geti vaxið og dafnað." Baltasar segir það afar mikilvægt að kvikmyndaver á borð við þetta yrði í Reykjavík og helst sem næst miðbænum. Þar vilji fólk helst vera og það sé frumforsenda þess að fólk nýti sér aðstöðuna. Þá sé geti það gert framleiðendum mun auðveldara fyrir að laða stjörnur að verkefnunum. Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri," segir Baltasar, en það var ein hugmynda sem kom fram í verkefninu Kvikmyndaborgin Reykjavík. „Ég hef lýst yfir áhuga á því að vera leiðandi aðili í verkefninu en vil fá sem flesta sem starfa í geiranum til þess að koma að þessu," segir Baltasar. Málið var eitt þess sem rætt var á óformlegum hádegisverðarfundi Baltasars og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra skömmu fyrir áramót. Með þeim á fundinum voru leikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth, en það var einmitt sá síðarnefndi sem sagði frá hugmyndum Baltasars í viðtali við Ragnhildi Magnúsdóttur á Bylgjunni fyrr í dag. Þeir eru mjög hrifinir af hugmyndinni og hafa báðir lýst yfir áhuga á að nýta sér aðstöðuna. Dagur sagði í samtali við Vísi að málið hafi verið í skoðun í nokkurn tíma sem hluti af Kvikmyndaborginni Reykjavík. Hann á von á því að á næstu vikum verði tilkynntar næstu aðgerðir í því verkefni. Þær séu meðal annars um að eflingu kvikmyndahátíðarinnar og það að koma á fót stofnun sem kvikmyndaframleiðendur gætu leitað til varðandi þau atriði sem koma upp við framleiðslu og tökur bíómynda, svo sem ef loka þarf götum eða þvílíku. Kvikmyndaverið er fyrst og fremst hugsað fyrir innlendan markað en Baltasar segir það þó vel inn í myndinni að það geti laðað að sér erlenda framleiðendur. Í tengslum við erlendar kvikmyndir komi hingað mikið af hæfu fólki sem myndi með tilkomu kvikmyndaþorps starfa nánar með íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Myndi kvikmyndaþorpið þannig hjálpa til að styrkja tengsl þar á milli. „Aðallega er þetta gert til að þessi bransi geti vaxið og dafnað." Baltasar segir það afar mikilvægt að kvikmyndaver á borð við þetta yrði í Reykjavík og helst sem næst miðbænum. Þar vilji fólk helst vera og það sé frumforsenda þess að fólk nýti sér aðstöðuna. Þá sé geti það gert framleiðendum mun auðveldara fyrir að laða stjörnur að verkefnunum.
Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira