Enski boltinn

Norskur varnarmaður sagður á leið til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brede Hangeland, leikmaður FCK og norska landsliðsins.
Brede Hangeland, leikmaður FCK og norska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images

Berlingske Tidene fullyrðir í dag að norski varnarmaðurinn Brede Hangeland sé á leið til Liverpool. Hangeland leikur með FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni.

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, mun vera afar áhugasamur um að fá Hangeland þar sem Daniel Agger hefur átt við meiðsli að stríða.

Sami Hyypia og Jamie Carragher hafa staðið vaktina undanfarið í vörn Liverpool og aðeins Alvaro Arbeloa og hinn ungi Jack Hobbs geta leyst þá af.

Umboðsmaður hans, Rune Hauge, vill hins vegar lítið láta hafa eftir sér um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×