Hverjir fá tækifæri hjá Capello? Elvar Geir Magnússon skrifar 3. janúar 2008 21:00 Fyrsti leikur enska landsliðsins undir stjórn Fabio Capello verður gegn Sviss þann 6. febrúar. Fróðlegt verður að sjá hvaða leikmenn munu hljóta náð fyrir augum þess ítalska. The Sun tók saman nöfn ellefu ungra leikmanna sem gætu fengið tækifæri hjá Capello.Joe Hart, Manchester City, markvörður Þessi tvítugi strákur ýtti Andreas Isaksson á bekkinn og er aðalmarkvörður City. Hann á átta U21 landsleiki að baki og ekki langt þangað til við fáum að sjá hann með A-landsliði Englands.Scott Carson, Aston Villa, markvörðurHann átti sök á fyrsta marki Króatíu í leiknum sem skemmdi EM-draum Englands. Þrátt fyrir það er hann talin ein bjartasta markmannsvon Englands. Hefur leikið vel fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.Leighton Baines, Everton, varnarmaðurÞessi vinstri bakvörður Everton hefur staðið sig vel síðan hann var keyptur frá Wigan síðasta sumar. Þar sem Ashley Cole hefur skort stöðugleika síðasta ár er ekki ólíklegt að Baines fái tækifærið. Nedum Onuoha, Manchester City, varnarmaðurHefur vart stigið feilspor hjá City á tímabilinu. Hann lék sinn fyrsta leik aðeins sautján ára tímabilið 2004-05 og var með fyrirliðabandið í deildabikarleik gegn Bristol City síðasta tímabil. Hann er fastamaður í U21 landsliðinu.Steven Taylor, Newcastle, varnarmaðurÞrátt fyrir að Newcastle hafi ollið vonbrigðum á tímabilinu þá hefur Steven Taylor staðið fyrir sínu. Getur leikið í öllum stöðum í vörninni og gæti það hjálpað honum að fá tækifærið. Á 23 landsleiki að baki fyrir U21 landsliðið.David Bentley, Blackburn, miðjumaðurHefur leikið virkilega vel síðan hann kom frá Arsenal í janúar 2006. Fyrst var talað um hann sem arftaka Dennis Bergkamp en tækifærin hjá Arsenal voru af skornum skammti. Bentley lék sinn fyrsta landsleik þegar hann kom inn fyrir Shau Wright-Phillips í leik gegn Ísrael í september.James Milner, Newcastle, miðjumaðurVængmaður sem hefur verið einn af fáum ljósum punktum hjá Newcastle á tímabilinu. Mikill liðsmaður með góða tækni og tilfinningu fyrir boltanum. Gæti veitt Joe Cole samkeppni um vinstri kantinn. Gabriel Agbonlahor, Aston Villa, miðjumaðurÞessi 21. árs leikmaður hefur verið frábær á tímabilinu og er markahæsti leikmaður Villa með sjö mörk. Þegar hefur Fabio Capello lýst yfir dálæti sínu á leikmanninum og ekki ólíklegt að hann verði í hópnum gegn Sviss.Ashley Young, Aston Villa, miðjumaðurEinn skemmtilegasti leikmaður enska boltans. Var keyptur fyrir háar fjárhæðir frá Watford fyrir ári síðan. Er í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Aston Villa. Var í enska landsliðshópnum gegn Rússlandi og Ísrael. Lék sinn fyrsta landsleik í vináttulandsleik gegn Austurríki.Theo Walcott, Arsenal, sóknarmaðurÞessi eldsnöggi strákur var óvænt í landsliðshópi Englands á HM 2006. Hann lék þó ekkert á mótinu en enn er eru þó miklar væntingar til hans. Capello hlýtur að vonast til að Arsene Wenger fari að gefa honum stærra hlutverk í liðinu svo hæfileikar hans blómstri enn frekar.James Vaughan, Everton, sóknarmaðurBætti met Wayne Rooney þegar hann varð yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Everton og þegar hann skoraði gegn Crystal Palace í apríl 2005. Hann var aðeins sextán ára og 271 daga gamall. Var valinn besti ungi leikmaðurinn hjá Everton á síðasta tímabili. Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Fyrsti leikur enska landsliðsins undir stjórn Fabio Capello verður gegn Sviss þann 6. febrúar. Fróðlegt verður að sjá hvaða leikmenn munu hljóta náð fyrir augum þess ítalska. The Sun tók saman nöfn ellefu ungra leikmanna sem gætu fengið tækifæri hjá Capello.Joe Hart, Manchester City, markvörður Þessi tvítugi strákur ýtti Andreas Isaksson á bekkinn og er aðalmarkvörður City. Hann á átta U21 landsleiki að baki og ekki langt þangað til við fáum að sjá hann með A-landsliði Englands.Scott Carson, Aston Villa, markvörðurHann átti sök á fyrsta marki Króatíu í leiknum sem skemmdi EM-draum Englands. Þrátt fyrir það er hann talin ein bjartasta markmannsvon Englands. Hefur leikið vel fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.Leighton Baines, Everton, varnarmaðurÞessi vinstri bakvörður Everton hefur staðið sig vel síðan hann var keyptur frá Wigan síðasta sumar. Þar sem Ashley Cole hefur skort stöðugleika síðasta ár er ekki ólíklegt að Baines fái tækifærið. Nedum Onuoha, Manchester City, varnarmaðurHefur vart stigið feilspor hjá City á tímabilinu. Hann lék sinn fyrsta leik aðeins sautján ára tímabilið 2004-05 og var með fyrirliðabandið í deildabikarleik gegn Bristol City síðasta tímabil. Hann er fastamaður í U21 landsliðinu.Steven Taylor, Newcastle, varnarmaðurÞrátt fyrir að Newcastle hafi ollið vonbrigðum á tímabilinu þá hefur Steven Taylor staðið fyrir sínu. Getur leikið í öllum stöðum í vörninni og gæti það hjálpað honum að fá tækifærið. Á 23 landsleiki að baki fyrir U21 landsliðið.David Bentley, Blackburn, miðjumaðurHefur leikið virkilega vel síðan hann kom frá Arsenal í janúar 2006. Fyrst var talað um hann sem arftaka Dennis Bergkamp en tækifærin hjá Arsenal voru af skornum skammti. Bentley lék sinn fyrsta landsleik þegar hann kom inn fyrir Shau Wright-Phillips í leik gegn Ísrael í september.James Milner, Newcastle, miðjumaðurVængmaður sem hefur verið einn af fáum ljósum punktum hjá Newcastle á tímabilinu. Mikill liðsmaður með góða tækni og tilfinningu fyrir boltanum. Gæti veitt Joe Cole samkeppni um vinstri kantinn. Gabriel Agbonlahor, Aston Villa, miðjumaðurÞessi 21. árs leikmaður hefur verið frábær á tímabilinu og er markahæsti leikmaður Villa með sjö mörk. Þegar hefur Fabio Capello lýst yfir dálæti sínu á leikmanninum og ekki ólíklegt að hann verði í hópnum gegn Sviss.Ashley Young, Aston Villa, miðjumaðurEinn skemmtilegasti leikmaður enska boltans. Var keyptur fyrir háar fjárhæðir frá Watford fyrir ári síðan. Er í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Aston Villa. Var í enska landsliðshópnum gegn Rússlandi og Ísrael. Lék sinn fyrsta landsleik í vináttulandsleik gegn Austurríki.Theo Walcott, Arsenal, sóknarmaðurÞessi eldsnöggi strákur var óvænt í landsliðshópi Englands á HM 2006. Hann lék þó ekkert á mótinu en enn er eru þó miklar væntingar til hans. Capello hlýtur að vonast til að Arsene Wenger fari að gefa honum stærra hlutverk í liðinu svo hæfileikar hans blómstri enn frekar.James Vaughan, Everton, sóknarmaðurBætti met Wayne Rooney þegar hann varð yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Everton og þegar hann skoraði gegn Crystal Palace í apríl 2005. Hann var aðeins sextán ára og 271 daga gamall. Var valinn besti ungi leikmaðurinn hjá Everton á síðasta tímabili.
Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira