Enski boltinn

Titus Bramble tryggði Wigan stig á Anfield

Elvar Geir Magnússon skrifar
Titus Bramble skoraði fyrir Wigan.
Titus Bramble skoraði fyrir Wigan.

Liverpool er að missa af lestinni í ensku úrvalsdeildinni en liðið fékk aðeins stig gegn Wigan á heimavelli. Wigan var í fallsæti fyrir leikinn en hann endaði 1-1.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en snemma í þeim síðari skoraði Spánverjinn Fernando Torres. Fátt stefndi í að Wigan næði að skora þegar varnarmaðurinn Titus Bramble skoraði magnað mark tíu mínútum fyrir leikslok.

Liverpool náði ekki að skora sigurmarkið og jafntefli mikil vonbrigði fyrir liðið. Liverpool er nú tólf stigum á eftir toppliði Arsenal og draumurinn um enska meistaratitilinn er fjarlægur.

Þrír aðrir leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Benni McCarthy tryggði Blackburn sigur á Sunderland 1-0 með marki úr vítaspyrnu. Áður hafði Sunderland brennt af vítaspyrnu, það gerði Dean Whitehead. Dwight Yorke fékk síðar að líta rauða spjaldið og Sunderland lauk leiknum með tíu menn.

Enn og aftur var heppnin ekki á bandi Derby sem tapaði fyrir Bolton þar sem sigurmarkið kom í blálokin. Þar var að verki hinn gríski Stelios.

Úrslit kvöldsins:

Newcastle - Man City 0-2

0-1 Elano (38.)

0-2 Fernandes (76.)

Blackburn - Sunderland 1-0

1-0 Benni McCarthy (víti 57.)

Bolton - Derby 1-0

1-0 Giannakopolous (90.)

Liverpool - Wigan 1-1

1-0 Torres (50.)

1-1 Bramble (80.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×