Enski boltinn

Derby að fá Argentínumann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Villa í leik í Mexíkó.
Villa í leik í Mexíkó.

Paul Jewell, knattspyrnustjóri Derby County, reiknar með því að ganga frá kaupum á argentínska sóknarmanninum Emanuel Villa á morgun.

Þessi 25 ára leikmaður spilar fyrir UAG Tecos í Mexíkó og er á leið í læknisskoðun hjá Derby. Búið er að ganga frá öðrum málum varðandi kaupin.

„Þetta er vissulega ákveðin áhætta en spennandi fyrir stuðningsmennina. Njósnarar félagsins mæla með honum og hann lítur vel út. Við erum alls ekki búnir að gefast upp," sagði Jewell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×