Enski boltinn

Ramos ætlar ekki að selja Berbatov

Elvar Geir Magnússon skrifar
Berbatov hefur skorað ellefu mörk það sem af er tímabili.
Berbatov hefur skorað ellefu mörk það sem af er tímabili.

Juande Ramos, stjóri Tottenham, segist ekki hafa í hyggju að selja Dimitar Berbatov í þessum mánuði. Umboðsmaður leikmannsins sagði í gær að hann vildi ganga til liðs við stórlið.

„Augljóslega er umboðsmaður hans að reyna að stunda sín viðskipti. En við höfum engar áhyggjur. Leikmaðurinn er samningsbundinn okkur og við ætlum að halda í hann," sagði Ramos.

Berbatov hefur oft verið orðaður við Manchester United og þá hefur Avram Grant, stjóri Chelsea, lýst yfir hrifningu sinni á Berbatov.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×