Innlent

Níu útköll í gærkvöldi vegna elda

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út níu sinnum í gærkvöldi og fram á nótt vegna elda, en engan sakaði í þeim.

Einna mest tjón varð þegar eldur kviknaði í ruslageymslu utan dyra við hús SÁÁ við Efstaleiti. Þar brunnu allar 15 ruslatunnurnar og girðingin umhverfis, en eldur barst ekki í húsið.

Þá kviknaði eldur í geymsluhúsnæði á neðstu hæð í stóru húsi við Hamraborg í Kópavogi og leilddi reyk upp stigagang. Íbúar á efstu hæðum forðuðu sér út, en á neðir hæðum voru mannlausar skrifstofur. Tók nokkurn tíma að finna eldinn, vegna reykjarkófs.

Bíll brann við Meistaravelli eftir að eldur úr skoteldaumbúðum barst í hann og víða þurfti að slökkva elda í rusalgámum. Grunur leikur á að í mörgum tilvikanna hafi verði kveikt í, en engin var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×