Innlent

Brennur tendraðar klukkan sex

Brennur á höfuðborgarsvæðinu verða haldnar klukkan sex í kvöld fyrir utan brennur á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði sem verða haldnar á þrettándanum. Þetta var ákveðið á fundi slökkviliðs og lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Öllum brennum á höfuðborgarsvæðinu var aflýst í gær sökum veðurs. Að sögn slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins er spáð 5-10 metrum á sekúndu og lítilsháttar éljum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×