Fræðasetur opnað 4. desember 2008 06:00 Líf spendýra í sjó lendir á fræðasviði á Húsavík. Í dag verður Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Húsavík formlega opnað. Starfsemi setursins hófst fyrir ári í bráðabirgðahúsnæði að Garðarsbraut 19, en flutti nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Hafnarstétt 3 (gamla Langaneshúsið). Þar hafa einnig aðsetur Þekkingarsetur Þingeyinga, Náttúrustofa Norðausturlands og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Áherslusvið Rannsókna- og fræðasetursins á Húsavík eru rannsóknir á sjávarspendýrum og lífríki sjávar. Forstöðumaður setursins er dr. Marianne Helene Rasmussen en hún hefur um tíu ára skeið unnið að rannsóknum á hljóðmyndun hnýðinga og annarra hvala, bæði við Íslandsstrendur og víða erlendis. Nýlega hóf Edda Elísabet Magnúsdóttir störf hjá setrinu þar sem hún vinnur að doktorsverkefni sínu og mun meðal annars rannsaka heilsársþéttleika og svæðaval hvala í Skjálfandaflóa. Rannsókna- og fræðasetrið á Húsavík er í samstarfi við St. Andrews háskólann í Skotlandi, en háskólarnir héldu sameiginlegt vettvangsnámskeið í rannsóknum á sjávarspendýrum í fyrsta skipti í september síðastliðnum. Setrið hefur sett sér metnaðarfull og raunsæ markmið í rannsóknum á sjávarspendýrum næstu árin, þar á meðal rannsóknir á fæðukeðju í Skjálfanda í samstarfi við Náttúrustofu Norðausturlands og Sjávarrannsóknasetrið Vör í Ólafsvík, frekari rannsóknir á hljóðmyndun hvala í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og danska, japanska og bandaríska vísindamenn, og rannsóknir á selum í samstarfi við Selasetrið á Hvammstanga. Opnun Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Húsavík er mikil lyftistöng fyrir rannsóknasamfélagið á Íslandi enda býður Norðausturland upp á gífurlega möguleika í rannsóknum á lífríki lands og sjávar. Milli kl. 15 og 16 gefst gestum og gangandi tækifæri til að skoða sig um í nýju húsakynnunum að Hafnarstétt 3, en formleg dagskrá hefst kl. 16.00. Þá verður lykillinn að húsnæðinu afhentur við hátíðlega athöfn.- pbb Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Í dag verður Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Húsavík formlega opnað. Starfsemi setursins hófst fyrir ári í bráðabirgðahúsnæði að Garðarsbraut 19, en flutti nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Hafnarstétt 3 (gamla Langaneshúsið). Þar hafa einnig aðsetur Þekkingarsetur Þingeyinga, Náttúrustofa Norðausturlands og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Áherslusvið Rannsókna- og fræðasetursins á Húsavík eru rannsóknir á sjávarspendýrum og lífríki sjávar. Forstöðumaður setursins er dr. Marianne Helene Rasmussen en hún hefur um tíu ára skeið unnið að rannsóknum á hljóðmyndun hnýðinga og annarra hvala, bæði við Íslandsstrendur og víða erlendis. Nýlega hóf Edda Elísabet Magnúsdóttir störf hjá setrinu þar sem hún vinnur að doktorsverkefni sínu og mun meðal annars rannsaka heilsársþéttleika og svæðaval hvala í Skjálfandaflóa. Rannsókna- og fræðasetrið á Húsavík er í samstarfi við St. Andrews háskólann í Skotlandi, en háskólarnir héldu sameiginlegt vettvangsnámskeið í rannsóknum á sjávarspendýrum í fyrsta skipti í september síðastliðnum. Setrið hefur sett sér metnaðarfull og raunsæ markmið í rannsóknum á sjávarspendýrum næstu árin, þar á meðal rannsóknir á fæðukeðju í Skjálfanda í samstarfi við Náttúrustofu Norðausturlands og Sjávarrannsóknasetrið Vör í Ólafsvík, frekari rannsóknir á hljóðmyndun hvala í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og danska, japanska og bandaríska vísindamenn, og rannsóknir á selum í samstarfi við Selasetrið á Hvammstanga. Opnun Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Húsavík er mikil lyftistöng fyrir rannsóknasamfélagið á Íslandi enda býður Norðausturland upp á gífurlega möguleika í rannsóknum á lífríki lands og sjávar. Milli kl. 15 og 16 gefst gestum og gangandi tækifæri til að skoða sig um í nýju húsakynnunum að Hafnarstétt 3, en formleg dagskrá hefst kl. 16.00. Þá verður lykillinn að húsnæðinu afhentur við hátíðlega athöfn.- pbb
Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira