Enski boltinn

Jonathan Evans lánaður til Sunderland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonathan Evans í leik með norður-írska landsliðinu.
Jonathan Evans í leik með norður-írska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Varnarmaðurinn Jonathan Evans hefur verið lánaður til Sunderland frá Manchester United út leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni.

Evans var einnig lánaður til Sunderland á síðustu leiktíð og gæti þess vegna spilað með liðinu gegn Wigan í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar um helgina.

Hann hefur fá tækifæri fengið hjá Alex Ferguson, stjóra United, en hefur verið fastamaður í norður-írska landsliðinu.

Hann komst í heimsfréttirnar í síðasta mánuði þegar hann var handtekinn vegna gruns um nauðgun í jólaveislu Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×