Bandarísk bókmenntaverðlaun 27. nóvember 2008 06:00 peter matthiessen Peter Matthiessen, rithöfundur og stofnandi Paris Review, hlaut á miðvikudag National Book Award fyrir skáldsögu sína Wednesday night for Shadow Country sem er endurritun á verki hans frá áttunda áratugnum. Hann hefur áður fengið þessi verðlaun fyrir eitt sitt frægasta verk, The Snow Leopard. Baráttumaðurinn og umhverfisverndarsinninn er á áttugasta og fyrsta aldursári. Sagan er steypt úr þremur skáldsögum sem gerast í Flórída-fenjunum í Shadow County og lýsir hnignun á plantekru frá borgarastyrjöldinni til kreppuáranna í fjölskylduhögum, atvinnu- og umhverfismálum. Það tók hann sex ár að umskrifa verkið, stytta það og breyta og loks að skrifa það að nýju. Önnur verk sem voru tilnefnd voru Home eftir Marilynne Robinson, The Lazarus Project eftir Aleksandar Hemon, The End eftir Salvatore Scibona, Telex from Cuba eftir Rachel Kushner. Vinningsverkið í almennum flokki var The Hemingses of Monticello sem er líka fjölskyldusaga sem rekur örlög afkomenda Sally Hemings sem var ambátt á heimili Thomasar Jefferson. Höfundur hennar er Annette Gordon-Reed, lagaprófessor við New York Law School og prófessor í sögu við Rutgers-háskólann. Þetta er önnur bók hennar um efnið; hún kannaði samband þeirra Jeffersons og Hemings í verkinu Thomas Jefferson and Sally Hemings: An American Controversy. Barnabókaverðlaunin vann Judy Blundell, sem skrifar undir nafninu Jude Watson. Saga hennar heitir What I Saw and How I Lied, sem lýsir ungri konu sem rýfur blekkingavef þegar faðir hennar kemur heim með ókunnan mann frá vígvöllum seinna stríðs. Ljóðabók ársins er safn úr fyrri ljóðabókum Marks Doty, Fire to Fire, Each winner of the awards founded in 1950 and sponsored by the non-profit National Book Foundation gets $10,000. Verðlaunin voru sett á stofn 1950 og fylgir hverri viðurkenningu peningaupphæð sem nú eru tíu þúsund dalir. Verðlaunaafhendingin var tilfinningaþrungin því margir ræðumenn lýstu von sinni um breytta tíma undir nýrri ríkisstjórn Bandaríkjanna. Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Peter Matthiessen, rithöfundur og stofnandi Paris Review, hlaut á miðvikudag National Book Award fyrir skáldsögu sína Wednesday night for Shadow Country sem er endurritun á verki hans frá áttunda áratugnum. Hann hefur áður fengið þessi verðlaun fyrir eitt sitt frægasta verk, The Snow Leopard. Baráttumaðurinn og umhverfisverndarsinninn er á áttugasta og fyrsta aldursári. Sagan er steypt úr þremur skáldsögum sem gerast í Flórída-fenjunum í Shadow County og lýsir hnignun á plantekru frá borgarastyrjöldinni til kreppuáranna í fjölskylduhögum, atvinnu- og umhverfismálum. Það tók hann sex ár að umskrifa verkið, stytta það og breyta og loks að skrifa það að nýju. Önnur verk sem voru tilnefnd voru Home eftir Marilynne Robinson, The Lazarus Project eftir Aleksandar Hemon, The End eftir Salvatore Scibona, Telex from Cuba eftir Rachel Kushner. Vinningsverkið í almennum flokki var The Hemingses of Monticello sem er líka fjölskyldusaga sem rekur örlög afkomenda Sally Hemings sem var ambátt á heimili Thomasar Jefferson. Höfundur hennar er Annette Gordon-Reed, lagaprófessor við New York Law School og prófessor í sögu við Rutgers-háskólann. Þetta er önnur bók hennar um efnið; hún kannaði samband þeirra Jeffersons og Hemings í verkinu Thomas Jefferson and Sally Hemings: An American Controversy. Barnabókaverðlaunin vann Judy Blundell, sem skrifar undir nafninu Jude Watson. Saga hennar heitir What I Saw and How I Lied, sem lýsir ungri konu sem rýfur blekkingavef þegar faðir hennar kemur heim með ókunnan mann frá vígvöllum seinna stríðs. Ljóðabók ársins er safn úr fyrri ljóðabókum Marks Doty, Fire to Fire, Each winner of the awards founded in 1950 and sponsored by the non-profit National Book Foundation gets $10,000. Verðlaunin voru sett á stofn 1950 og fylgir hverri viðurkenningu peningaupphæð sem nú eru tíu þúsund dalir. Verðlaunaafhendingin var tilfinningaþrungin því margir ræðumenn lýstu von sinni um breytta tíma undir nýrri ríkisstjórn Bandaríkjanna.
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira