Sjálfstæðisþingmenn segja þingið máttlaust 5. nóvember 2008 14:31 Þingmenn úr bæði stjórn og stjórnarandstöðu kölluðu eftir því í dag að Alþingi fengi meira hlutverk í því að taka ákvarðanir um framtíðarstefnu landsins og að framkvæmdavaldið sæti ekki eitt að því. Sögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins meðal annars að þingið væri máttlaust. Í umræðum um störf þingsins vakti Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, athygli á því að tvær umræður hefðu farið fram um efnahagsmálin að undanförnu en þinginu hefði verið haldið utan allrar ákvarðanatöku í efnahagsmálum. Einstaka nefndir hefðu fengið upplýsingar um stöðu mála en þegar um væri að ræða aðgerir þá færi allt slíkt fram hjá ráðherrum. Spurði Katrín Pétur Blöndal, formann efnahags- og skattanefndar sem hefði brugðist vel við óskum um fundi um efnahagsástandið, hvort ekki þyrfti að efla hlutverk nefndarinnar og þingsins alls og hvort þingið hefði ekki átt að móta efnahagsáætlun sem samin hefði verið vegna ástandsins. Þingið ótrúlega veikt Pétur Blöndal svaraði því til að það væri rétt að hlutverk þingsins hefði verið ótrúlega veikt. Samkvæmt lögum ætti þingið að setja lög og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Það væri greinilegt á ástandinu nú að eftirlitið og lagasetningin hefði brugðist. Nú þyrfti að gæta að því að atvinna héldist í landinu sem væri forsenda þess að heimilunum vegnaði vel. Þá þyrftum við að komast að því hvað hefði farið úrskeiðis. Hann sagði einnig að menn þyrftu að skoða lagasetningu um gagnkvæmt eignarhald sem ekki hefði gefist vel og þá þyrfti að gæta að jöklabréfunum sem skyllu yfir þjóðina eins og jöklaskriða. Enn fremur þyrfti að huga að Icesave-fyrirbærinu sem væri evrópsk lagasetning. Katrín sagði þau sammála í grundvallaratriðum um að þau vildu að þingið yrði öflugra en það væri en það væri spurning um hvað við gerðum nú. Þingið þyrfti að bregðast hraðar við en það hefði gert og því þyrfti að horfa á þær aðgerðir sem grípa ætti til nú en ekki bara lagasetningu fyrir framtíðina. Þjóðin hefur aldrei séð það svartara Fleiri þingmenn köddu sér hljóðs og lýstu yfir áhyggjum af veikri stöðu þingsins og skorti á upplýsingum og aðkomu að ákvörðunum. Þar á meðal voru Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Guðfinna Bjarnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði þjóðina aldrei hafa sé það svartara og það væri kominn tími til að þingið fengi þann kraft sem það ætti að hafa. Þingið væri nú máttlaust. Í sama streng tóku þingkonurnar Ólöf Nordal og Ragnheiður Ríkharðsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum. Ólöf sagði þingið hafa verið á hliðarlínunni og fyrir fólkið í landinu skipti miklu máli upp á framtíðina að þingið væri virkt. Umræða um stefnu til framtíðar ætti að vera þar. Ragnheiður sagði Sjálfstæðisflokk sem aðra flokka bera ábyrgð á þessu en koma yrði í veg fyrir að þingið væri bara afgreiðslustofnun og þingmenn eins og afgeiðslufólk á kassa. Staða þingsins á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði gott að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu uppgötvað þingræðið. Málið væri þeim skylt enda hefði flokkurinn verið með völdin í 17 ár og forseta Alþingis allan tímann. Steingrímur sagði Alþingi ekki bara vera löggjafarsamkundu og eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldinu heldur einnig stefnumótunarvettvang. Hann gagnrýndi ofríki framkvæmdavaldsins og sagði slæmt að Alþingi væri á hliðarlínunni, ekki síst vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar við núverandi aðstæður. Benti hann á að annað land sem sótt hefði um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri að fjalla um skilmála sjóðsins á þingi sínu. Alþingi væri ekki að gera neitt á sömu dögum og á því bæri Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð. Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Þingmenn úr bæði stjórn og stjórnarandstöðu kölluðu eftir því í dag að Alþingi fengi meira hlutverk í því að taka ákvarðanir um framtíðarstefnu landsins og að framkvæmdavaldið sæti ekki eitt að því. Sögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins meðal annars að þingið væri máttlaust. Í umræðum um störf þingsins vakti Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, athygli á því að tvær umræður hefðu farið fram um efnahagsmálin að undanförnu en þinginu hefði verið haldið utan allrar ákvarðanatöku í efnahagsmálum. Einstaka nefndir hefðu fengið upplýsingar um stöðu mála en þegar um væri að ræða aðgerir þá færi allt slíkt fram hjá ráðherrum. Spurði Katrín Pétur Blöndal, formann efnahags- og skattanefndar sem hefði brugðist vel við óskum um fundi um efnahagsástandið, hvort ekki þyrfti að efla hlutverk nefndarinnar og þingsins alls og hvort þingið hefði ekki átt að móta efnahagsáætlun sem samin hefði verið vegna ástandsins. Þingið ótrúlega veikt Pétur Blöndal svaraði því til að það væri rétt að hlutverk þingsins hefði verið ótrúlega veikt. Samkvæmt lögum ætti þingið að setja lög og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Það væri greinilegt á ástandinu nú að eftirlitið og lagasetningin hefði brugðist. Nú þyrfti að gæta að því að atvinna héldist í landinu sem væri forsenda þess að heimilunum vegnaði vel. Þá þyrftum við að komast að því hvað hefði farið úrskeiðis. Hann sagði einnig að menn þyrftu að skoða lagasetningu um gagnkvæmt eignarhald sem ekki hefði gefist vel og þá þyrfti að gæta að jöklabréfunum sem skyllu yfir þjóðina eins og jöklaskriða. Enn fremur þyrfti að huga að Icesave-fyrirbærinu sem væri evrópsk lagasetning. Katrín sagði þau sammála í grundvallaratriðum um að þau vildu að þingið yrði öflugra en það væri en það væri spurning um hvað við gerðum nú. Þingið þyrfti að bregðast hraðar við en það hefði gert og því þyrfti að horfa á þær aðgerðir sem grípa ætti til nú en ekki bara lagasetningu fyrir framtíðina. Þjóðin hefur aldrei séð það svartara Fleiri þingmenn köddu sér hljóðs og lýstu yfir áhyggjum af veikri stöðu þingsins og skorti á upplýsingum og aðkomu að ákvörðunum. Þar á meðal voru Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Guðfinna Bjarnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði þjóðina aldrei hafa sé það svartara og það væri kominn tími til að þingið fengi þann kraft sem það ætti að hafa. Þingið væri nú máttlaust. Í sama streng tóku þingkonurnar Ólöf Nordal og Ragnheiður Ríkharðsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum. Ólöf sagði þingið hafa verið á hliðarlínunni og fyrir fólkið í landinu skipti miklu máli upp á framtíðina að þingið væri virkt. Umræða um stefnu til framtíðar ætti að vera þar. Ragnheiður sagði Sjálfstæðisflokk sem aðra flokka bera ábyrgð á þessu en koma yrði í veg fyrir að þingið væri bara afgreiðslustofnun og þingmenn eins og afgeiðslufólk á kassa. Staða þingsins á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði gott að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu uppgötvað þingræðið. Málið væri þeim skylt enda hefði flokkurinn verið með völdin í 17 ár og forseta Alþingis allan tímann. Steingrímur sagði Alþingi ekki bara vera löggjafarsamkundu og eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldinu heldur einnig stefnumótunarvettvang. Hann gagnrýndi ofríki framkvæmdavaldsins og sagði slæmt að Alþingi væri á hliðarlínunni, ekki síst vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar við núverandi aðstæður. Benti hann á að annað land sem sótt hefði um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri að fjalla um skilmála sjóðsins á þingi sínu. Alþingi væri ekki að gera neitt á sömu dögum og á því bæri Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð.
Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira