Sjálfstæðisþingmenn segja þingið máttlaust 5. nóvember 2008 14:31 Þingmenn úr bæði stjórn og stjórnarandstöðu kölluðu eftir því í dag að Alþingi fengi meira hlutverk í því að taka ákvarðanir um framtíðarstefnu landsins og að framkvæmdavaldið sæti ekki eitt að því. Sögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins meðal annars að þingið væri máttlaust. Í umræðum um störf þingsins vakti Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, athygli á því að tvær umræður hefðu farið fram um efnahagsmálin að undanförnu en þinginu hefði verið haldið utan allrar ákvarðanatöku í efnahagsmálum. Einstaka nefndir hefðu fengið upplýsingar um stöðu mála en þegar um væri að ræða aðgerir þá færi allt slíkt fram hjá ráðherrum. Spurði Katrín Pétur Blöndal, formann efnahags- og skattanefndar sem hefði brugðist vel við óskum um fundi um efnahagsástandið, hvort ekki þyrfti að efla hlutverk nefndarinnar og þingsins alls og hvort þingið hefði ekki átt að móta efnahagsáætlun sem samin hefði verið vegna ástandsins. Þingið ótrúlega veikt Pétur Blöndal svaraði því til að það væri rétt að hlutverk þingsins hefði verið ótrúlega veikt. Samkvæmt lögum ætti þingið að setja lög og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Það væri greinilegt á ástandinu nú að eftirlitið og lagasetningin hefði brugðist. Nú þyrfti að gæta að því að atvinna héldist í landinu sem væri forsenda þess að heimilunum vegnaði vel. Þá þyrftum við að komast að því hvað hefði farið úrskeiðis. Hann sagði einnig að menn þyrftu að skoða lagasetningu um gagnkvæmt eignarhald sem ekki hefði gefist vel og þá þyrfti að gæta að jöklabréfunum sem skyllu yfir þjóðina eins og jöklaskriða. Enn fremur þyrfti að huga að Icesave-fyrirbærinu sem væri evrópsk lagasetning. Katrín sagði þau sammála í grundvallaratriðum um að þau vildu að þingið yrði öflugra en það væri en það væri spurning um hvað við gerðum nú. Þingið þyrfti að bregðast hraðar við en það hefði gert og því þyrfti að horfa á þær aðgerðir sem grípa ætti til nú en ekki bara lagasetningu fyrir framtíðina. Þjóðin hefur aldrei séð það svartara Fleiri þingmenn köddu sér hljóðs og lýstu yfir áhyggjum af veikri stöðu þingsins og skorti á upplýsingum og aðkomu að ákvörðunum. Þar á meðal voru Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Guðfinna Bjarnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði þjóðina aldrei hafa sé það svartara og það væri kominn tími til að þingið fengi þann kraft sem það ætti að hafa. Þingið væri nú máttlaust. Í sama streng tóku þingkonurnar Ólöf Nordal og Ragnheiður Ríkharðsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum. Ólöf sagði þingið hafa verið á hliðarlínunni og fyrir fólkið í landinu skipti miklu máli upp á framtíðina að þingið væri virkt. Umræða um stefnu til framtíðar ætti að vera þar. Ragnheiður sagði Sjálfstæðisflokk sem aðra flokka bera ábyrgð á þessu en koma yrði í veg fyrir að þingið væri bara afgreiðslustofnun og þingmenn eins og afgeiðslufólk á kassa. Staða þingsins á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði gott að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu uppgötvað þingræðið. Málið væri þeim skylt enda hefði flokkurinn verið með völdin í 17 ár og forseta Alþingis allan tímann. Steingrímur sagði Alþingi ekki bara vera löggjafarsamkundu og eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldinu heldur einnig stefnumótunarvettvang. Hann gagnrýndi ofríki framkvæmdavaldsins og sagði slæmt að Alþingi væri á hliðarlínunni, ekki síst vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar við núverandi aðstæður. Benti hann á að annað land sem sótt hefði um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri að fjalla um skilmála sjóðsins á þingi sínu. Alþingi væri ekki að gera neitt á sömu dögum og á því bæri Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þingmenn úr bæði stjórn og stjórnarandstöðu kölluðu eftir því í dag að Alþingi fengi meira hlutverk í því að taka ákvarðanir um framtíðarstefnu landsins og að framkvæmdavaldið sæti ekki eitt að því. Sögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins meðal annars að þingið væri máttlaust. Í umræðum um störf þingsins vakti Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, athygli á því að tvær umræður hefðu farið fram um efnahagsmálin að undanförnu en þinginu hefði verið haldið utan allrar ákvarðanatöku í efnahagsmálum. Einstaka nefndir hefðu fengið upplýsingar um stöðu mála en þegar um væri að ræða aðgerir þá færi allt slíkt fram hjá ráðherrum. Spurði Katrín Pétur Blöndal, formann efnahags- og skattanefndar sem hefði brugðist vel við óskum um fundi um efnahagsástandið, hvort ekki þyrfti að efla hlutverk nefndarinnar og þingsins alls og hvort þingið hefði ekki átt að móta efnahagsáætlun sem samin hefði verið vegna ástandsins. Þingið ótrúlega veikt Pétur Blöndal svaraði því til að það væri rétt að hlutverk þingsins hefði verið ótrúlega veikt. Samkvæmt lögum ætti þingið að setja lög og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Það væri greinilegt á ástandinu nú að eftirlitið og lagasetningin hefði brugðist. Nú þyrfti að gæta að því að atvinna héldist í landinu sem væri forsenda þess að heimilunum vegnaði vel. Þá þyrftum við að komast að því hvað hefði farið úrskeiðis. Hann sagði einnig að menn þyrftu að skoða lagasetningu um gagnkvæmt eignarhald sem ekki hefði gefist vel og þá þyrfti að gæta að jöklabréfunum sem skyllu yfir þjóðina eins og jöklaskriða. Enn fremur þyrfti að huga að Icesave-fyrirbærinu sem væri evrópsk lagasetning. Katrín sagði þau sammála í grundvallaratriðum um að þau vildu að þingið yrði öflugra en það væri en það væri spurning um hvað við gerðum nú. Þingið þyrfti að bregðast hraðar við en það hefði gert og því þyrfti að horfa á þær aðgerðir sem grípa ætti til nú en ekki bara lagasetningu fyrir framtíðina. Þjóðin hefur aldrei séð það svartara Fleiri þingmenn köddu sér hljóðs og lýstu yfir áhyggjum af veikri stöðu þingsins og skorti á upplýsingum og aðkomu að ákvörðunum. Þar á meðal voru Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Guðfinna Bjarnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði þjóðina aldrei hafa sé það svartara og það væri kominn tími til að þingið fengi þann kraft sem það ætti að hafa. Þingið væri nú máttlaust. Í sama streng tóku þingkonurnar Ólöf Nordal og Ragnheiður Ríkharðsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum. Ólöf sagði þingið hafa verið á hliðarlínunni og fyrir fólkið í landinu skipti miklu máli upp á framtíðina að þingið væri virkt. Umræða um stefnu til framtíðar ætti að vera þar. Ragnheiður sagði Sjálfstæðisflokk sem aðra flokka bera ábyrgð á þessu en koma yrði í veg fyrir að þingið væri bara afgreiðslustofnun og þingmenn eins og afgeiðslufólk á kassa. Staða þingsins á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði gott að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu uppgötvað þingræðið. Málið væri þeim skylt enda hefði flokkurinn verið með völdin í 17 ár og forseta Alþingis allan tímann. Steingrímur sagði Alþingi ekki bara vera löggjafarsamkundu og eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldinu heldur einnig stefnumótunarvettvang. Hann gagnrýndi ofríki framkvæmdavaldsins og sagði slæmt að Alþingi væri á hliðarlínunni, ekki síst vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar við núverandi aðstæður. Benti hann á að annað land sem sótt hefði um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri að fjalla um skilmála sjóðsins á þingi sínu. Alþingi væri ekki að gera neitt á sömu dögum og á því bæri Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira