Enski boltinn

Villa gæti vel hugsað sér að fara til Liverpool

Elvar Geir Magnússon skrifar
David Villa hefur verið á skotskónum.
David Villa hefur verið á skotskónum.

Spænski sóknarmaðurinn David Villa segist vel geta hugsað sér að leika fyrir Liverpool. Villa hefur farið á kostum á Evrópumótinu og skorað fjögur mörk í tveimur fyrstu leikjum Spánar.

Villa hefur náð virkilega vel saman með Fernando Torres í sóknarlínu Spánverja. Hann segir það vissulega vera spennandi hugsun að leika við hlið Torres í hverri viku.

„Þetta eru bæði stór félög sem hafa mikið aðdráttarafl," sagði Villa spurður út í orðróm um að hann sé á óskalista Liverpool og Chelsea. Villa leikur með Valencia í heimalandinu.

„Liverpool er með spænskan knattspyrnustjóra og svo á ég nokkra góða vini í liðinu," sagði Villa.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.