Enski boltinn

Fæstir stuðningsmanna United heimamenn

Old Trafford, heimavöllur Manchester United
Old Trafford, heimavöllur Manchester United NordicPhotos/GettyImages

Nýleg sjónvarpskönnun sem gerð var á Englandi leiðir í ljós skemmtilegar staðreyndir um stuðningsmenn liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Könnun þessi leiðir í ljós að aðeins um 20% stuðningsmanna Englandsmeistara Manchester United koma frá Manchester-borg.

Vitað er að félagið á sér gríðarlegan fjölda stuðningsmanna um víða veröld, en stuðningsmenn liðsins eru dreifðir um allt England.

Liverpool er ekki langt undan í þessari tölfræði en samkvæmt könnuninni eru aðeins um 22% stuðningsmanna Liverpool búsettir í Bítlaborginni.

Það eru nýliðarnir sem skipa sér í efstu sætin í töflunni hvað varðar hæst hlutfall stuðningsmanna í heimaborginni.

Þannig eru 88% stuðningsmanna nýliða Hull City búsettir í borginni, en það hefur líka talsvert að segja að Hull er eina knattspyrnuliðið í borginni og keppir kannski frekar við ruðningslið Hull en önnur knattspyrnulið.

85% stuðningsmanna Stoke eru búsettir í borginni og Wigan er með næst flesta stuðningsmenn í heimahögunum eða 80%.

Hér fyrir neðan má sjá töfluna yfir hlutfall stuðningsmanna úr heimaborgum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. (Lið, Hlutfall í %)

Hull City 88%

Stoke City 85

Wigan Athletic 80

Newcastle United 76

Middlesbrough 76

Aston Villa 73

Fulham 73

Sunderland 67

West Bromwich 67

West Ham 66

Tottenham 66

Blackburn 65

Man City 64

Portsmouth63

Bolton 57

Everton 55

Arsenal 53

Chelsea 49

Liverpool 22

Man United 20






Fleiri fréttir

Sjá meira


×