Enski boltinn

Torres frá í 2-3 vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres í leik með Liverpool.
Fernando Torres í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Fernando Torres og Fabio Aurelio verða frá næstu 2-3 vikurnar vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í leik Liverpool gegn Marseille í gær.

Torres tognaði á nára og staðfesti talsmaður Liverpool að hann yrði frá næstu vikurnar vegna þessa. Aurelio tognaði hins vegar á kálfa og verður af þeim sökum frá í tvær vikur.

Liverpool vann leikinn í gær, 1-0, með marki Steven Gerrard.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×