Enski boltinn

Shearer tekur ekki við Newcastle

NordicPhotos/GettyImages

Heimildamenn BBC segja að Alan Shearer muni ekki gefa kost á sér sem næsti stjóri Newcastle í kjölfar þess að Sam Allarcyce var látinn taka pokann sinn í kvöld. Veðbankar á Englandi höfðu sett Shearer í efsta sætið yfir líklegustu eftirmenn Allardyce og nú er Harry Redknapp hjá Portsmouth kominn þar í efsta sæti.

Newcastle er nú að leita að sjöunda stjóranum á síðustu 11 árum, en það verður væntanlega ekki Shearer sem tekur þar við - hann segist ánægður í starfi sínu sem sjónvarpsmaður.

Shearer er í guðatölu á St. James´ Park eftir að hafa skorað yfir 200 mörk með liðinu á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×