Enski boltinn

Carroll á leið til Derby

Roy Carroll átti misjöfnu gengi að fagna í úrvalsdeildinni
Roy Carroll átti misjöfnu gengi að fagna í úrvalsdeildinni NordicPhotos/GettyImages

Paul Jewell, stjóri Derby, er nú við það að ganga frá kaupum á norður-írska markverðinum Roy Carroll frá Glasgow Rangers að sögn BBC. Carroll hefur ekki átt fast sæti í liði Rangers og gæti því verið aftur á leið í ensku úrvalsdeildina.

Carroll lék áður með West Ham og Manchester United en hefur aðeins spilað einn leik fyrir Rangers síðan í september. Derby gekk í dag frá kaupum á miðjumanninum Robbie Savage frá Blackburn og svo virðist sem forráðamenn Derby séu ekki búnir að gefa upp alla von um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni þrátt fyrir afleitt gengi í vetur.l




Fleiri fréttir

Sjá meira


×