Innlent

Þorsteinn Kragh í gæsluvarðhaldi vegna stóra hassmálsins

Þorsteinn Kragh
Þorsteinn Kragh

Umboðsmaðurinn og tónleikahaldarinn Þorsteinn Kragh situr nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við smygl á 190 kílóum af hassi sem fundust í húsbíl um borð í Norrænu á Seyðisfirði þann 10.júní. Þorsteinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á miðvikudag.

Í kjölfarið kærði hann gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar en Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið í gær.

Þorsteinn hefur ekki komið við sögu lögreglu í viðlíka málum áður en smyglið í Norrænu er eitt það umfangsmesta sem komið hefur upp hér á landi.

Það var aldraður Hollendingur sem kom með efnin til landsins en samkvæmt heimildum Vísis er hann þekktur smyglari úr undirheimum Evrópu. Auk 190 kílóa af hassi fundust eitt og hálft kíló af maríjúana og eitt kíló af kókaíni.

Þorsteinn Kragh er þekktur tónleikahaldari og flutti meðal annars inni Placido Domingo og José Carrears hingað til lands og var eini íslendingurinn sem viðstaddur var útför Luiciano Pavarotti.

Þorsteinn var einnig þekktur umboðsmaður á árum áður og var meðal annars umboðsmaður hljómsveitarinnar GCD með Bubba Morthens og Rúnari Júlíussyni.










Tengdar fréttir

Handtekinn Hollendingur þekktur smyglari

Heimildir Vísis herma að Hollendingurinn , sem handtekinn var í tengslum við smygl á tæplega 200 kílóum af hassi í Norrænu í gær, sé þekktur smyglari úr undirheimum Evrópu. Hann hefur þó ekki komið áður við sögu lögreglunnar hér á landi.

Fréttamannafundur eftir hádegi vegna stóra hassmálsins

Fíkniefnalögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hafa yfirheyrt Hollendinginn sem tekin var með hátt í 200 kíló af hassi í húsbíl sínum í fyrradag en ekki er gefið upp hvort hann hefur vísað á innlenda vitorðsmenn.

Hass, kókaín og marijúana í húsbílnum

Lögreglan sýndi í dag fíkniefnin sem hald var lagt í húsbíl aldraðs Hollendings sem kom með Norrænu í fyrradag. Alls reyndist um að ræða 190 kíló af hassi, eitt og hálft kíló af marijúana og eitt kíló af kókaíni.

Dópsmyglari fluttur til Reykjavíkur - myndir

Flugvél Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu á Reykjavíkurflugvelli með Hollendinginn sem handtekinn var á Seyðisfirði í gær, grunaður um að hafa ætlað að smygla vel á annað hundrað kílóum af hassi inn til landsins.

150 - 200 kíló af hassi í húsbílnum

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er magnið í hassmálinu sem upp kom á Seyðisfirði í gær 150 - 200 kílógrömm. Hollenskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. júlí. Efnið fannst í húsbíl sem kom til landsins með Norrænu í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×