Innlent

Mið­flokkurinn bætir við sig fylgi og flug­um­ferðar­stjóra funda

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Við förum yfir nýja Maskínukönnun í hádegisfréttum.
Við förum yfir nýja Maskínukönnun í hádegisfréttum.

Miðflokkurinn bætir verulega við fylgi sitt í nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingarinnar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Í förum yfir niðurstöður könnunarinnar í hádegisfréttatíma okkar á Bylgjunni klukkan tólf.

Þá fjöllum við um áhrif dóms Hæstaréttar á dögunum í máli Íslandsbanka. Tveir bankar og þrír lífeyrissjóðir hafa takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána vegna dómsins. Við ræðum þetta við fjármálaráðherra.

Skriður virðist kominn á kjaraviðræður flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins en fundað var á ný í deilunni í morgun. Við heyrum hver staðan er í Karphúsinu.

Ráðamenn í Kína settu nýlega umfangsmikla tálma á útflutning sjaldgæfra málma vegna viðskiptadeilna við Bandaríkin. Við skoðum hver áhrifin af þessu eru.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×