Innlent

Hundrað kíló af hassi í húsbíl í Norrænu - erlendur karlmaður handtekinn

Norræna við bryggju á Seyðisfirði í gær.
Norræna við bryggju á Seyðisfirði í gær.

Tollgæslan á Seyðisfirði lagði í gær hald á yfir hundrað kíló af hassi í húsbíl sem kom til landsins með Norrænu.

Heimildir Vísis herma að lögreglumenn úr Reykjavík og frá sýslumannsembættinu á Seyðisfirði hafi unnið að málinu í alla nótt.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að um talsvert magn sé að ræða og að tollgæslan á Seyðisfirði hafi notið aðstoðar Tollgæslunnar í Reykjavík, lögreglunnar á Seyðisfirði og lögreglunnar á Akureyri í málinu.

Einn karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. júlí í Héraðsdómi Austurlands. Samkvæmt heimildum Vísis er um erlendan karlmann að ræða og verður hann sendur suður til afplánunar í dag. Málið verður sent til framhaldsrannsóknar hjá lögreglustjóraembættinu á höfuðborgarsvæðinu.

Þeir voru farþegar sem komu með Norrænu í gær og urðu varir afskipti lögreglu af húsbíl eru beðnir um að hafa samband við Vísi, annaðhvort í síma 8210320 eða í gegnum netfangið ritstjorn@visir.is

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×