Innlent

Hass, kókaín og marijúana í húsbílnum

Eins og þessar myndir bera með sér er um gífurlegt magn fíkniefna að ræða.
Eins og þessar myndir bera með sér er um gífurlegt magn fíkniefna að ræða. MYND/Frikki Þór

Lögreglan sýndi í dag fíkniefnin sem hald var lagt í húsbíl aldraðs Hollendings sem kom með Norrænu í fyrradag. Alls reyndist um að ræða 190 kíló af hassi, eitt og hálft kíló af marijúana og eitt kíló af kókaíni.

Fram kom í máli lögreglunnar að rannsókn málsins sé á frumstigi og frekari leit í bifreiðinni sé í höndum lögreglu og tollyfirvalda. Óvíst er hvenær henni lýkur.

Hollendingurinn sem handtekinn var og er um sjötugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. júlí. Fram hefur komið að hann er þekktur í Evrópu fyrir aðild sína að fíkniefnamálum.


Tengdar fréttir

Handtekinn Hollendingur þekktur smyglari

Heimildir Vísis herma að Hollendingurinn , sem handtekinn var í tengslum við smygl á tæplega 200 kílóum af hassi í Norrænu í gær, sé þekktur smyglari úr undirheimum Evrópu. Hann hefur þó ekki komið áður við sögu lögreglunnar hér á landi.

Götuvirði hassins á bilinu 315 - 420 milljónir króna

Götuvirði hassins sem reynt var að smygla til landsins í húsbíl með Norrænu í gær er á bilinu 315 til 420 milljónir króna ef tekið er mið af upplýsingum sem finna má á heimasíðu SÁÁ.

Fréttamannafundur eftir hádegi vegna stóra hassmálsins

Fíkniefnalögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hafa yfirheyrt Hollendinginn sem tekin var með hátt í 200 kíló af hassi í húsbíl sínum í fyrradag en ekki er gefið upp hvort hann hefur vísað á innlenda vitorðsmenn.

Dópsmyglari fluttur til Reykjavíkur - myndir

Flugvél Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu á Reykjavíkurflugvelli með Hollendinginn sem handtekinn var á Seyðisfirði í gær, grunaður um að hafa ætlað að smygla vel á annað hundrað kílóum af hassi inn til landsins.

150 - 200 kíló af hassi í húsbílnum

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er magnið í hassmálinu sem upp kom á Seyðisfirði í gær 150 - 200 kílógrömm. Hollenskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. júlí. Efnið fannst í húsbíl sem kom til landsins með Norrænu í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×