Miðflokkurinn rýkur upp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2025 12:00 Forysta Miðflokksins. Formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Snorri Másson, nýr varaformaður. vísir/lýður valberg Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu. Fylgi stjórnmálaflokkanna er á töluverðri hreyfingu í nýrri mælingu Maskínu. Niðurstöðurnar byggja á tveimur könnunum sem voru annars vegar gerðar frá 3. til 8. október og hins vegar frá 8. til 15. október. Fylgi Samfylkingar dregst saman um tæp þrjú prósentustig og stendur nú í um tuttugu og níu prósentum. Flokkurinn mælist enn langstærstur en þetta er þó í fyrsta sinn frá kosningum sem fylgið minnkar á milli kannana í mælingum Maskínu. Þá er fylgi Sjálfstæðisflokksins einnig á niðurleið; stendur í sextán prósentum en var tæp nítján prósent í síðustu könnun. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með sextán prósent, jöfn Sjálfstæðisflokknum. Miðflokkurinn bætir verulega við sig, fer úr níu prósentum í fjórtán. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, er himinlifandi með niðurstöðuna. „Þetta er í samræmi við það sem ég hef haft á tilfinningunni. Ég nefndi það á landsþingi að ég væri að upplifa pólitíska vakningu hjá okkur og þetta er vissulega vísbending um að það sé rétt. Það er gaman að sjá árangurinn birtast með þessum hætti en þetta þarf auðvitað að skila sér í kosningum til sveitastjórna og til þings,“ segir Sigmundur. Vill ekki „jinxa“ neitt Aðspurður hvernig hin pólitíska vakning lýsi sér segist Sigmundur telja að sífellt fleiri séu komnir með nóg af stöðnuðu stjórnarfari. „Stjórnarfar þar sem er skortur á tengslum við rauveruleikann og heilbrigðri skynsemi. Við boðum slíkt.“ Hann forðast almennt að setja sér markmið hvað fylgi varðar en er bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvort það sé hjátrú að vilja ekki „jinxa“ þetta en ég held að við getum haldið áfram að bæta við okkur. Ég upplifi að þróunin sé þannig.“ Fylgi annarra flokka helst svipað. Framsókn og Flokkur fólksins mælast með í kringum sex prósent líkt og í síðustu könnun. Píratar mældust inni á þingi með tæp sex prósent í síðustu könnun en dala niður í tæp fimm prósent. Þá mælst VG áfram með um fjögur prósent og Sósíalistar með þrjú. Miðflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Sjá meira
Fylgi stjórnmálaflokkanna er á töluverðri hreyfingu í nýrri mælingu Maskínu. Niðurstöðurnar byggja á tveimur könnunum sem voru annars vegar gerðar frá 3. til 8. október og hins vegar frá 8. til 15. október. Fylgi Samfylkingar dregst saman um tæp þrjú prósentustig og stendur nú í um tuttugu og níu prósentum. Flokkurinn mælist enn langstærstur en þetta er þó í fyrsta sinn frá kosningum sem fylgið minnkar á milli kannana í mælingum Maskínu. Þá er fylgi Sjálfstæðisflokksins einnig á niðurleið; stendur í sextán prósentum en var tæp nítján prósent í síðustu könnun. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með sextán prósent, jöfn Sjálfstæðisflokknum. Miðflokkurinn bætir verulega við sig, fer úr níu prósentum í fjórtán. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, er himinlifandi með niðurstöðuna. „Þetta er í samræmi við það sem ég hef haft á tilfinningunni. Ég nefndi það á landsþingi að ég væri að upplifa pólitíska vakningu hjá okkur og þetta er vissulega vísbending um að það sé rétt. Það er gaman að sjá árangurinn birtast með þessum hætti en þetta þarf auðvitað að skila sér í kosningum til sveitastjórna og til þings,“ segir Sigmundur. Vill ekki „jinxa“ neitt Aðspurður hvernig hin pólitíska vakning lýsi sér segist Sigmundur telja að sífellt fleiri séu komnir með nóg af stöðnuðu stjórnarfari. „Stjórnarfar þar sem er skortur á tengslum við rauveruleikann og heilbrigðri skynsemi. Við boðum slíkt.“ Hann forðast almennt að setja sér markmið hvað fylgi varðar en er bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvort það sé hjátrú að vilja ekki „jinxa“ þetta en ég held að við getum haldið áfram að bæta við okkur. Ég upplifi að þróunin sé þannig.“ Fylgi annarra flokka helst svipað. Framsókn og Flokkur fólksins mælast með í kringum sex prósent líkt og í síðustu könnun. Píratar mældust inni á þingi með tæp sex prósent í síðustu könnun en dala niður í tæp fimm prósent. Þá mælst VG áfram með um fjögur prósent og Sósíalistar með þrjú.
Miðflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Sjá meira