Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. október 2025 15:36 Einar og Guðrún vilja frekar styrkja Ljósið enda sé Krabbameinsféalgið frekar fjármála- og viðburðafyrirtæki. AÐSEND Einar Páll Svavarsson og Guðrún Einarsdóttir kona hans eru hætt að styrkja Krabbameinsfélag Íslands eftir að Guðrún greindist með alvarlegt krabbamein. Eftir að hafa skoðað fjárhagsstöðu félagsins segir Einar Páll að frekar sé um viðburða- og fjármálafyrirtæki að ræða heldur en hjálparsamtök. Þeirra fjárframlag rennur nú til Ljóssins. „Krabbameinsfélagið hefur alla tíð verið ákaflega hátt skrifað hjá mér,“ skrifar Einar Páll í færslu á Facebook sem hefur verið deilt nær fimm hundruð sinnum á einungis tveimur dögum. Hann og Guðrún Einarsdóttir, konan hans, hafi oft tekið þátt í fjáröflunum félagsins og greitt fasta fjárhæð til félagsins mánaðarlega. „Fyrir rúmlega ári síðan greindist Gunna með alvarlegt ólæknandi krabbamein í heila, Glioblastoma heilaæxli, eins og það heitir. Eins og hjá öllum sem greinast með alvarlegt krabbamein tók lífið algerlega nýja stefnu. Mestallur tími tók með einum eða öðrum hætti að snúast um baráttuna við meinið.“ Guðrún hafi þurft á heilauppskurði að halda, nokkurra vikna geislameðferð og margra mánaða lyfjameðferð. Einar Páll segir öll samskipti þeirra við Landspítalann hafa verið óaðfinnanleg og upplýsandi. Hins vegar hafi ekki heyrst bofs frá Krabbameinsfélaginu, nema persónulegt símtal þar sem þau voru beðin um að styrkja félagið með mánaðarlegum greiðslum. „Bæði samþykktum við beiðnina með nokkurra þúsunda króna framlagi á mánuði. Einnig fengum við bæði til viðbótar gíróseðil í pósthólfið og kröfu í netbankann upp á kr. 5000 frá Krabbameinsfélaginu vegna bleiku slaufunnar. Í ljósi þeirrar stöðu sem við erum í hlaut þessi skortur á snertipunkti við Krabbameinsfélag Íslands að koma spánskt fyrir sjónir,“ segir Einar Páll. „Við, eins og margir, höfum átt vini og ættingja sem hafa fengið krabbamein, lifað það af og einnig látist úr krabbameini. Nánast allir höfðu sömu upplifun af Krabbameinsfélagi Íslands, enginn snertipunktur af neinu tagi. Og við Gunna hljótum að spyrja: Ef ekki núna, þá hvenær?“ Hann segist ekki skilja hvers vegna félag sem þau höfðu stutt til fjölda ára hafi aldrei komið upp þessa fjórtán mánuði sem Guðrún hefur glímt við meinið. Félagið eigi yfir milljarð Einar Páll segist hafa tekið sig til og skoðað ítarlega ársreikninga, ársskýrslur og aðrar upplýsingar. Þar hafi margt komið einkennilega fyrir sjónir. „Til dæmis að stór hluti starfseminnar snýst um fjáröflun, markaðsmál og ávöxtun fjármuna. Það stingur í augu að félag sem reglulega og oft á ári blæs til fjáröflunar meðal almennings á veltufjármuni, verðbréf og aðrar peningalegar eignir að fjárhæð tæplega eitt þúsund og þrjú hundruð milljónir,“ segir hann og bætir við að sú fjárhæð hafi staðið í rúmum milljarði síðustu árin. Við athugun blaðamanns kom í ljós að óráðstafað fé Krabbameinsfélags Íslands í lok árs 2024 var tæpur 1,7 milljarður króna. Skuldirnar námu tæpum 170 milljónum króna. „Við markaðsdeild félagsins starfa 7 einstaklingar af 34 starfsmönnum. Sami fjöldi og starfar við ráðgjöf og stuðning hjá félaginu. Þetta kemur pínulítið þannig út að félagið kjósi frekar að eiga „peninga í baka og verðbréfum“ en að hlúa að þeim sem glíma við krabbamein.“ Einar Páll tekur einnig fyrir Rannsóknasetur - Krabbameinsskrár þar sem tíu einstaklingar starfa en hann telur starf setursins skrítið. Upplýsingarnar sem þar er boðið upp á séu illa settar fram, takmarkaðar og óaðgengilegar á heimasíðu þeirra. „Við greiningu sjúkdómsins tók það innan við klukkutíma að fá ítarlegar upplýsingar um sjúkdóminn með hjálp Google og ChatGPT. Upplýsingar sem eru margfalt ítarlegri og nákvæmari en kemur fram á vefsíðu Krabbameinsfélags Íslands,“ segir hann. „Það er því miður eiginlega ljóst að Krabbameinsfélagið er að litlu leyti félagi sem starfar í þágu þeirra sem „fá krabbamein.“ Það er mun líkara viðburða- og fjármálafyrirtæki með einhvers konar rannsóknarstofu í tölfræði.“ Fjármunir þeirra renna til Ljóssins sem eigi undir högg að sækja Þegar Guðrún greindist með krabbamein segist Einar Páll hafa fengið fjölda ábendinga úr öllum áttum að leita til Ljóssins. Hann segir markmið greinarinnar hafa verið að vekja athygli á stöðu Ljóssins sem eigi undir högg að sækja. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar á að skera niður fjárframlög til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, um tvö hundruð milljónir króna. Einar Páll telur það dapurlegt að sjá vegið að Ljósinu meðan markaðsdeild Krabbameinsfélagsins „hellir af stað milljóna herferð til að safna meira fé þar sem nægir sjóðir eru fyrir.“ Hann og Guðrún hafa látið af styrkjum sínum til Krabbameinsfélagsins og kjósa frekar að styrkja Ljósið. „Og vil ég hvetja fólk til að skoða þann sama valkost mjög vel. Að minnsta kosti að lækka framlagið til Krabbameinsfélagsins til helminga og greiða þann helming til Ljóssins. Þá vil ég hvetja fólk til að skora á þá ráðamenn sem taka ákvarðanir um fjármál ríkisins að gera varanlegan samning við Ljósið um árlegt framlag. Þeim fjármunum er vel varið eins og allir vita sem hafa sótt þjónustu til Ljóssins.“ Félagasamtök Krabbamein Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Krabbameinsfélagið hefur alla tíð verið ákaflega hátt skrifað hjá mér,“ skrifar Einar Páll í færslu á Facebook sem hefur verið deilt nær fimm hundruð sinnum á einungis tveimur dögum. Hann og Guðrún Einarsdóttir, konan hans, hafi oft tekið þátt í fjáröflunum félagsins og greitt fasta fjárhæð til félagsins mánaðarlega. „Fyrir rúmlega ári síðan greindist Gunna með alvarlegt ólæknandi krabbamein í heila, Glioblastoma heilaæxli, eins og það heitir. Eins og hjá öllum sem greinast með alvarlegt krabbamein tók lífið algerlega nýja stefnu. Mestallur tími tók með einum eða öðrum hætti að snúast um baráttuna við meinið.“ Guðrún hafi þurft á heilauppskurði að halda, nokkurra vikna geislameðferð og margra mánaða lyfjameðferð. Einar Páll segir öll samskipti þeirra við Landspítalann hafa verið óaðfinnanleg og upplýsandi. Hins vegar hafi ekki heyrst bofs frá Krabbameinsfélaginu, nema persónulegt símtal þar sem þau voru beðin um að styrkja félagið með mánaðarlegum greiðslum. „Bæði samþykktum við beiðnina með nokkurra þúsunda króna framlagi á mánuði. Einnig fengum við bæði til viðbótar gíróseðil í pósthólfið og kröfu í netbankann upp á kr. 5000 frá Krabbameinsfélaginu vegna bleiku slaufunnar. Í ljósi þeirrar stöðu sem við erum í hlaut þessi skortur á snertipunkti við Krabbameinsfélag Íslands að koma spánskt fyrir sjónir,“ segir Einar Páll. „Við, eins og margir, höfum átt vini og ættingja sem hafa fengið krabbamein, lifað það af og einnig látist úr krabbameini. Nánast allir höfðu sömu upplifun af Krabbameinsfélagi Íslands, enginn snertipunktur af neinu tagi. Og við Gunna hljótum að spyrja: Ef ekki núna, þá hvenær?“ Hann segist ekki skilja hvers vegna félag sem þau höfðu stutt til fjölda ára hafi aldrei komið upp þessa fjórtán mánuði sem Guðrún hefur glímt við meinið. Félagið eigi yfir milljarð Einar Páll segist hafa tekið sig til og skoðað ítarlega ársreikninga, ársskýrslur og aðrar upplýsingar. Þar hafi margt komið einkennilega fyrir sjónir. „Til dæmis að stór hluti starfseminnar snýst um fjáröflun, markaðsmál og ávöxtun fjármuna. Það stingur í augu að félag sem reglulega og oft á ári blæs til fjáröflunar meðal almennings á veltufjármuni, verðbréf og aðrar peningalegar eignir að fjárhæð tæplega eitt þúsund og þrjú hundruð milljónir,“ segir hann og bætir við að sú fjárhæð hafi staðið í rúmum milljarði síðustu árin. Við athugun blaðamanns kom í ljós að óráðstafað fé Krabbameinsfélags Íslands í lok árs 2024 var tæpur 1,7 milljarður króna. Skuldirnar námu tæpum 170 milljónum króna. „Við markaðsdeild félagsins starfa 7 einstaklingar af 34 starfsmönnum. Sami fjöldi og starfar við ráðgjöf og stuðning hjá félaginu. Þetta kemur pínulítið þannig út að félagið kjósi frekar að eiga „peninga í baka og verðbréfum“ en að hlúa að þeim sem glíma við krabbamein.“ Einar Páll tekur einnig fyrir Rannsóknasetur - Krabbameinsskrár þar sem tíu einstaklingar starfa en hann telur starf setursins skrítið. Upplýsingarnar sem þar er boðið upp á séu illa settar fram, takmarkaðar og óaðgengilegar á heimasíðu þeirra. „Við greiningu sjúkdómsins tók það innan við klukkutíma að fá ítarlegar upplýsingar um sjúkdóminn með hjálp Google og ChatGPT. Upplýsingar sem eru margfalt ítarlegri og nákvæmari en kemur fram á vefsíðu Krabbameinsfélags Íslands,“ segir hann. „Það er því miður eiginlega ljóst að Krabbameinsfélagið er að litlu leyti félagi sem starfar í þágu þeirra sem „fá krabbamein.“ Það er mun líkara viðburða- og fjármálafyrirtæki með einhvers konar rannsóknarstofu í tölfræði.“ Fjármunir þeirra renna til Ljóssins sem eigi undir högg að sækja Þegar Guðrún greindist með krabbamein segist Einar Páll hafa fengið fjölda ábendinga úr öllum áttum að leita til Ljóssins. Hann segir markmið greinarinnar hafa verið að vekja athygli á stöðu Ljóssins sem eigi undir högg að sækja. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar á að skera niður fjárframlög til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, um tvö hundruð milljónir króna. Einar Páll telur það dapurlegt að sjá vegið að Ljósinu meðan markaðsdeild Krabbameinsfélagsins „hellir af stað milljóna herferð til að safna meira fé þar sem nægir sjóðir eru fyrir.“ Hann og Guðrún hafa látið af styrkjum sínum til Krabbameinsfélagsins og kjósa frekar að styrkja Ljósið. „Og vil ég hvetja fólk til að skoða þann sama valkost mjög vel. Að minnsta kosti að lækka framlagið til Krabbameinsfélagsins til helminga og greiða þann helming til Ljóssins. Þá vil ég hvetja fólk til að skora á þá ráðamenn sem taka ákvarðanir um fjármál ríkisins að gera varanlegan samning við Ljósið um árlegt framlag. Þeim fjármunum er vel varið eins og allir vita sem hafa sótt þjónustu til Ljóssins.“
Félagasamtök Krabbamein Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira