Enski boltinn

Ferdinand hlakkar til að mæta West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anton Ferdinand í leik með Sunderland.
Anton Ferdinand í leik með Sunderland. Nordic Photos / Getty Images

Sunderland mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni á morgun en það verður í fyrsta sinn sem Anton Ferdinand mætir sínu gamla félagi á vellinum.

Ferdinand og annar leikmaður West Ham, George McCartney, voru seldir frá West Ham til Sunderland í sumar við mikla óánægju stuðningsmanna félagsins, rétt eins og hjá þáverandi knattspyrnustjóra Alan Curbishley.

Fjölmiðlar hafa gefið í skyn að West Ham hafi ákveðið að selja Ferdinand þegar hann neitaði að skrifa undir nýjan samning hjá félaginu. Ferdinand segir það ekki rétt.

„Um leið og Sunderland lagði fram tilboðið ákvað West Ham að taka því og um leið dró félagið samningstilboðið mitt til baka," sagði Ferdinand. „En ég hlakka til að mæta West Ham."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×