Enski boltinn

Brown og Young bestir í september

Phil Brown er vel að verðlaunum sínum kominn enda hefur hann náð ótrúlegum árangri með Hull
Phil Brown er vel að verðlaunum sínum kominn enda hefur hann náð ótrúlegum árangri með Hull NordicPhotos/GettyImages

Phil Brown hjá Hull City og Ashley Young hjá Aston Villa voru í dag kjörnir knattspyrnustjóri og leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Undir stjórn Brown hefur Hull sett á svið sannkallað öskubuskuævintýri á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Liðið byrjaði mánuðinn á 2-1 sigri á Newcastle og 2-2 jafntefli við Everton, en síðan fylgdu ótrúlegir sigrar á bæði Arsenal og Tottenham á útivelli.

Hull er sem stendur í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar, en flestir sérfræðingar voru á því að liðið myndi falla rakleitt niður í b-deildina á ný í vor.

Vængmaðurinn Ashley Young hefur verið í fantaformi með liði sínu Aston Villa að undanförnu og var lykilmaður í þremur sigrum liðsins í röð.

Young vann þessi verðlaun í apríl í vor og með útnefningunni að þessu sinni er hann því kominn í sannkallaðan úrvalshóp leikmanna sem unnið hafa þessi verðlaun oftar en einu sinni. Það eru menn eins og Cristiano Ronaldo, Wayne Rooney og Steven Gerrard svo einhverjir séu nefndir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×