Fótbolti

Valur tapaði fyrir ítölsku meisturunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvívegis í dag.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvívegis í dag. Mynd/Stefán
Valur tapaði í dag fyrir Bardolino, 3-2, í milliriðlakeppni Evrópumóts félagsliða í Svíþjóð í dag.

Staðan í hálfleik var 2-1 en Bardolinu náði að skora strax á annarri mínútu leiksins og svo aftur á 34. mínútu.

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Vals undir lok fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að brotið var á henni sjálfri.

Bardolino jók svo forskot sitt í 3-1 á 75. mínútu áður en Margrét Lára skoraði öðru sinni þegar tíu mínútur voru til leiksloka, að því er kemur fram á mbl.is.

Úrslitin þýða að Valur er án stiga eftir tvo leiki af þremur og nánast útilokað að félagið komist áfram í fjórðungsúrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×