Enski boltinn

Anelka þarf bara knús

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Nicolas Anelka er ekki fýlupúki, hann þarf bara stundum að fá gott knús. Þetta er haft eftir Luiz Felipe Scolari stjóra Chelsea í News of the World í dag.

Breskir fjölmiðlar hafa kallað Anelka fýlupúka vegna látbragðs hans á knattspyrnuvellinum undanfarin ár og vegna þeirrar staðreyndar að hann er oft fljótur að koma sér í ónáð hjá stjórum sínum.

Scolari hefur þó mikla trú á Frakkanum og treystir honum til að fylla skarð Didier Drogba sem á við meiðsli að stríða.

"Anelka er eitt af bestu leikmönnum heims en hann er hljóðlátur. Hann lætur fátt koma sér úr jafnvægi og er rólegur bæði í búningsherbergjum og utan vallar. Anelka hefur allt sem góður knattspyrnumaður þarf að hafa, en stundum þarf hann bara gott knús. Það er ekkert vandamál," sagði Scolari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×