Innlent

Ísskápur sprakk í Vesturbænum

Innréttingar losnuðu af veggjum, hurðir fuku og sprungur mynduðust í vegg þegar 6 ára gamall Bloomberg ísskápur sprakk með látum í Vesturbænum í nótt.

Karlmaður um þrítugt var sofandi einn í íbúðinni og vaknaði við háværan hvell. Hann gekk á hljóðið og inni í eldhúsi sá hann hvernig ísskápurinn hafði sprungið með slíkum krafti að ísskápshurðin hafði þeyst á eldhúsgluggann svo rúðan brotnaði.

Óvíst er hvort tjónið fáist bætt.

Leirtau og matur hafði hrunið úr hillum og sprungur myndast í vegg nærliggjandi baðherbergis. Ísskápseigandinn segir mildi að enginn var í eldhúsinu. Hann hafði samband við lögreglu og í morgun kom einnig fulltrúi frá tryggingafélagi mannsins. Óvíst er hvort tjónið fáist bætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×