Innlent

Þrír handteknir fyrir veggjakrot

Lögregla handtók þrjá sautján ára pilta undir morgun á Laugaveginum í morgun, grunaða um veggjakrot á þó nokkur hús í grenndinni.

Þeir voru allir með úðabrúsa og önnur tól til veggjakrots í fórum sínum. Þeir eru enn í vörslu lögreglu en síðan taka barnaverndaryfirvöld við málinu. Ekki liggur fyrir hvort þeir hafa játað á sig fleiri spellvirki, en mikið hefur verið um veggjakrot í borginni að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×