Enski boltinn

Sissoko til Juventus

Nordic Photos / Getty Images

Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko hjá Liverpool hefur skrifað undir samning við ítalska knattspyrnufélagið Juventus. Kaupverðið er 8,2 milljónir punda ef marka má frétt Sky.

Sissoko er 23 ára landsliðsmaður Malí og skrifaði undir fjögurra ára samning við Liverpool í fyrrasumar. Hann fór til Liverpool frá Valencia árið 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×