Fótbolti

Jafntefli við Svía

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður ÍA.
Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður ÍA. Mynd/Daníel
U-19 ára landsliðið hóf í dag keppni í undankeppni fyrir EM sem fer fram á næsta ári. Liðið gerði jafntefli við Svía í fyrsta leiknum, 3-3.

Riðill Íslands fer fram í Búlgaríu en Íslendingar mæta næst Austurríki á mánudaginn kemur.

Svíar voru með yfirhöndina í hálfleik í dag, 2-1, en þeir komust 2-0 yfir í leiknum með mörkum á 18. og 43. mínútu. Björn Bergmann Sigurðarson minnkaði svo muninn í blálok hálfleiksins.

Á 56. mínútu jafnaði svo Jóhann Berg Gunnarsson með marki úr víti og Íslendingar komust svo yfir á 82. mínútu með öðru marki Björns. Svíar jöfnuðu svo metin á 89. mínútu og þar við sat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×