Fótbolti

Van Persie með gegn Noregi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Til í slaginn.
Til í slaginn.

Robin van Persie er leikfær fyrir leik Hollands við Noreg á miðvikudag.

Þessi sóknarmaður Arsenal var ekki með í 2-0 sigrinum á Íslandi um liðna helgi vegna meiðsla.

„Ég er tilbúinn í þennan leik. Nú er þetta bara í höndum þjálfarans," sagði Persie.

Nigel de Jong og John Heitinga eru þó enn á meiðslalistanum og það sama á við um Arjen Robben og Jan Vennegoor of Hesselink.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×