Enski boltinn

Tékkinn Matejovski semur við Reading

Elvar Geir Magnússon skrifar
Matejovski í landsleik með Tékklandi.
Matejovski í landsleik með Tékklandi.

Reading hefur keypt tékkneska landsliðsmanninn Marek Matejovski frá Mlada Boleslav. Kaupverðið var ekki gefið upp en Matejovski skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning.

Um er að ræða 26 ára miðjumann. „Enska úrvalsdeildin er sterkasta deild heims. Ég veit hvað ég er að fara út í. Ég og fjölskylda mín flytjum til Englands í dag," sagði Matejovski.

Reading er sem stendur í þrettánda sæti ensku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×